Hróplegt óréttlæti Áslaug Thorlacius skrifar 22. febrúar 2024 13:30 Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun