Mistök markvarðar Mainz tryggði Leverkusen sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 21:46 Sigurmarkinu fagnað. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Mainz í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörður gestanna gerðist sekur um slæm mistök sem þýða að Leverkusen er nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira
Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira