Nýfrjálshyggjunni er ekki illa við einokun Jónas Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2024 11:30 Mont Pelerin-klúbburinn, sem átti eftir að verða eins konar akademía nýfrjálshyggjufólks (neoliberals), tók á stofnfundi sínum 1947 eindregna afstöðu gegn einokun og með samkeppni á frjálsum markaði. Markaðurinn var þeim allt, tækið sem gæti með einföldum verðupplýsingum stýrt þróun efnahagslífsins til hagvaxtar og skilvirkni og hagkvæmri nýtingu auðlinda—eitthvað annað en ríkið og annað opinbert vald sem truflaði markaðinn, stýrði þróuninni í rangar áttir, sóaði auðlindum; ríkið ætti eiginlega aðeins að sjá um landvarnir og löggæslu, ekki annað að margra mati. En á markaðnum þyrfti samt að ríkja eðlileg samkeppni fyrirtækja af viðráðanlegri stærð; einn eða fáir aðilar sem gætu skammtað sér verð eða takmarkað framleiðslumagn trufluðu gangverk markaðarins. Friedrich A. Hayek, stofnandi félagsins, taldi að berjast þyrfti gegn einkarétti, forréttindum og hvers konar einokunaraðstöðu á markaðnum. Milton Friedman varaði við vaxandi einokun og mælti með því að stórfyrirtæki yrðu brotin upp. Í afmælisritum samtakanna hefur komið fram að á fundinum hafi verið rætt um að draga úr samþjöppun og markaðsvaldi, efla alþjóðleg viðskipti, styrkja samkeppnislög gegn hringamyndunum (anti-trust) og takmarka gildistíma fyrir einkaleyfi. Þessi upphafstónn kom eftirstríðhagfræðingum ekki sérlega á óvart. Jafnvel John Maynard Keynes sagðist í bréfi til Hayeks geta tekið siðferðilega undir flest orð hans. Þessi andúð á ríkinu var reyndar ólík því sem flestir hagfræðingar frá Adam Smith höfðu skrifað; Smith hafði ætlað ríkinu verulegt hlutverk, m.a. strangt eftirlit með bankastarsemi, veita ungu fólki menntun og styðja við fátæka (George Stigler úr Chicago-skólanum mun hafa klippt alla slíka kafla út úr bandarísku útgáfunni af Auðlegð þjóðanna); bandarískir forverar Mont Pelerin eins og National Assocation of Manufacturers, Liberty League og NELA, sem boðuðu bókstafstrú á markaðinn, töldu reyndar frelsinu ógnað með öllum ríkisafskiptum, sem biðu heim hættu á alræði. En fræg eru varnaðarorð Adam Smith um tilhneigingu forsprakka í atvinnulífi (um 1800 voru það kaupmenn) sem varla kæmu saman, jafnvel til að skemmta sér, án þess að efna til samráðs og samsæris gegn almenningi. Þróunin hafði orðið sú í iðnvæddum löndum að sett voru lög gegn samþjöppun á markaði; stjórnvöld í Bandaríkjunum létu snemma á tuttugustu öldinni brjóta upp stórfyrirtæki í olíu- og tóbaksframleiðslu—það var gert til að losna við yfirgnæfandi aðila og opna nýjum keppinautum aðgang að mörkuðum. En svo breyttist eitthvað hjá Mont Pelerin. Ekki er alveg ljóst hvað það var, en andstaða samtakanna við einokunarvald mildaðist og hvarf á sjötta áratugnum. Sumir telja að fjármögnunaraðilar The Antitrust-Project, rannsóknarverkefnis sem klúbburinn stóð að við Háskólann í Chicago, hafi ráðið mikilu þar um; vitað var að forsvarsmenn General Electric og samtaka framleiðslufyrirtækja, sem lengi höfðu boðað trú á markaðinn (einnig barist gegn viðurkenningu verkalýðsfélaga) voru ekki hrifin af þessari einokunaráherslu nýfrjálshyggjufólksins. Blaðamaðurinn Michael Tomasky segir í nýlegri bók frá því að Harold Luhnow, stjórnandi Volker-sjóðsins, eins aðalstyrktaraðila Antitrust-Project (greiddi líka laun Hayeks í Chicago og stóð straum af ýmissi starfsemi Mont Pelerin), hafi komið því á framfæri við Alan Director, sem stýrði verkefninu (og var mágur Friedman), að ef samtökin óskuðu eftir áframhaldandi stuðningi þá skyldu þau endurskoða stefnu sína gagnvart einokun á markaði. Director hafði reyndar í rannsóknum sínum verið að endurmeta skaðsemi einokunar og taldi að einungis ætti að mæla hana út frá skilvirkni (e. efficiency); það væri í lagi að fyrirtækin væru stór ef þau gætu framleitt á lægri verðum; frægasti nemandi hans, lögfræðingurinn Robert Bork (sem Ronald Reagan reyndi að skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna en tókst ekki), setti kenninguna um eins konar neytendapróf (Consumer Welfare Standard) í fræðilegan búning í bók sinni The Antitrust Paradox löngu síðar. En nýfrjálshyggjufólkið fór fljótlega að gera lítið úr hættum samfara samþjöppun á markaði. Friedman fremstur í flokki Lengst gekk Milton Friedman. Hann var líka snjallasti málflytjandinn. Hann sagðist ekki lengur hafa neinar áhyggjur af markaðsvaldi í einkageiranum. Meira að segja sagðist hann í frægri sjónvarpsþáttaseríu um frelsi til að velja (Free to Choose; aðgengilegt á YouTube) varla geta bent á nein dæmi um viðvarandi einokunarvald bandarískra einkafyrirtækja sem vert væri að tala um; þegar á hann var gengið nefndi hann tvö, annað var De Beers demantafyrirtækið og hitt var hlutabréfamarkaðurinn í New York á fyrri hluta 20. aldar. Annað einokunarvald á bandarískum markaði ætti rætur að rekja til hins opinbera, sem veitti einkaaðilum sérleyfi, einkaleyfi, einkaðastöðu eða önnur sérréttindi, sem takmörkuðu samkeppni á markaði. Þessar aðgerðir hins opinbera hefðu skekkt markaðinn og gert margt fólk vellauðugt—en sökin lægi hjá hinu opinbera. Friedman benti þarna reyndar á viðvarandi vandamál í vestrænum hagkerfum, sem í seinni tíð hefur verið nefnt rentusókn (e. rent seeking). Einkaaðilar hafa iðulega hagnast fyrir tilstilli og í skjóli ríkis og sveitarfélaga. Setning laga og reglna skiptir einkageirann miklu máli—áhersla og fjárfesting fyrirtækja og fyrirtækjahópa í áhrifum á stjórnvöld, ástundun hagsmunagæslu, lobbíisma, er ein vísbendingin um hversu arðvænleg rentusóknin er. Hagsagan geymir mörg dæmi um rentusókn; Bretar veittu Austur-Indíafélaginu einkarétt til verslunar við Indlandshaf um langt skeið; og Danir veittu einkaaðilum einokun á verslun við Íslendinga. Víða voru í gildi einkaleyfi í flutningum, útgefin fyrir ákveðnar leiðir. Dæmin úr samtímanum eru ófá; besta dæmið er að sjálfsögðu íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi, sem búið hefur til meiri einkagróða en dæmi eru til um í landinu; einnig má nefna fiskeldi í sjó, kaup á bönkum, sjóðum eða öðrum opinberum fyrirtækjum, oftast með handstýringu gegn hóflegu verði; þá hefur fyrirgreiðsla varðandi sameiningar og yfirtökur fyrirtækja skapað eftirsótta aðstöðu en jafnframt skekkt markað. Rentusóknin er varla, eins og Friedman hélt fram, bundin við opinbera geirann; Joseph Stiglitz fellir undir rentusókn það gjald sem almenningur greiðir vegna verðákvarðana einokurnar- og fákeppnisaðila—gjaldið sé í raun skattur sem ekki renni til samfélagslegra málefna heldur í prívatsjóði ráðandi aðila í einkafyrirtækjum. Bandaríska viðskiptaráðuneytið hefur t.a.m. gefið út tölur sem sýna að 53% af verðbólgu þar í landi á síðasta ári skýrðist af aðgerðum fyrirtækja til auka hagnað sinn—ekki kostnaðarhækkunum. Víðtæk áhrif, vaxandi samþjöppun Breytt viðhorf nýfrjálshyggjufólks til einokunarvalds á markaði hafði víðtæk áhrif á stjórnmál Vesturlanda, og það langt út fyrir raðir Reagans og Thatcher, sem áttu drýgstan þátt í koma þeim inn í stjórnarstefnur sinna landa; aðferð stjórnvalda fólst fyrst og fremst í því að hætt var að mestu að framfylgja samkeppnislögum. Áhrifin mátti greina í stefnum þeirra Jimmy Carter, Bill Clinton, Tony Blair og Göran Person, svo einhverjir séu nefndir. Á nokkrum ártugum jókst samþjöppun í efnahagslífi landanna stórlega; ekki var amast við samruna stórfyrirtækja, m.a. banka; Mauldin segir í grein í Forbes, einu helsta viðskiptatímariti Bandaríkjanna (2019), að án þess að gera sér grein fyrir því “höfum við orðið þjóð einokunaraðila. Stór og vaxandi hluti efnahagslífsins er í “eigu” fáeinna fyrirtækja sem þurfa ekki að glíma við mikla samkeppni. Þau hafa enga hvata til að koma fram með betri vörur og koma upp hagkvæmari rekstri. Þau einfaldlega raka saman peningum frá fólki sem hefur lítið val um annað en að reiða þá af hendi.” SP-Global hefur reiknað út að innan 91 grunnatvinnuvega (af 157) á risamarkaði Bandaríkjanna sé samanlögð markaðshlutdeild fimm stærstu fyrirtækjanna á hverju sviði yfir 80%. Samþjöppunin hefur farið vaxandi á síðustu árum. Í tæknigreinum er hlutdeild þeirra stærstu oft um 90%. Þessi yfirburðastaða sífellt færri fyrirtækja hefur vitaskuld haft mikil áhrif á auðskiptingu og ójöfnuð á Vesturlöndum. Auðurinn fer að hluta í að styrkja stöðu hins þrönga hóps enn frekar, varna öðrum aðilum aðgangi að mörkuðum, beita áhrifum til að takmarka eðlilegar skattgreiðslur og hafa ýmisleg áhrif á stjórnmál og skoðanamótun í löndunum. Margir efast orðið um lýðræðisskipulag geti til lengdar staðist gagnvart þessari þróun. Dvínandi áhrif horfinna hagfræðinga Kolasky segir í yfirlitsgrein í Antitrust-tímariti bandarísku lögfræðisamtakanna (2020) um Aaron Director og afskipti Chicago-skólans af samkeppnismálum að áhrif nýfrjálshyggjufólks hafi farið minnkandi eftir fjármálakreppuna 2008, sem ýtti undir efasemdir um hina “sterku trú nýfrjálshyggjufólks á hinn frjálsa markað með takmörkuðum afskiptum stjórnvalda.“ Í efnahagshruninu kom einmitt í ljós að fyrirtækin, sem Mont Pelerin taldi að ætti að láta algjörlega óáreitt og frjáls við að stunda sín viðskipti, jafnvel einokunar- og fákeppnisfyrirtæki, urðu uppvís að stórkostlegri sviksemi á lánamarkaði, sem olli því að fjármálakerfi heimsins riðaði til falls og varð til þess að venjulegt fólk missti eignir sínar og störf í stórum stíl og skattgreiðendur urðu fyrir miklum skaða; aðstandendur bankanna og meðleikendur þeirra komu sínum fjármunum oft í skjól og eru enn meðal ríkustu jarðarbúa. Bandarísk stjórnvöld hafa nú aftur blásið lífi í aðgerðir gegn hringamyndun og höfnuðu nýlega sameiningu flugfélaganna Jet Blue og Spirit Airline; þau munu að líkindum gera það sama gagnvart Random House og Simon and Schuster, tveimur af stærstu bókaframleiðendum landsins; þau þurfa bráðlega að taka afstöðu til beiðnar um sameiningu tveggja af stærstu kortafyrirtækja í heimi. Má vera að áhrif nýfrjálshyggjunnar hafi minnkað, en þau eru varla horfin. Í íslenskum fjölmiðlum eru sagðar fréttir af áformum fjármálaráðherra um sölu ríkisfyrirtækja í lykilstöðu. Samkeppniseftirlitið kvartar á sama tíma yfir niðurskurði fjárheimilda—sem hafi á áratug verið minnkuð um 20% á sama tíma sem umsvifin í efnahagslífinu hafa aukist um 40%; forstjórinn segir að stofnuninni sé gert ókleift að framfylgja samkeppnislögum. Það skyldi þá ekki vera að hin frægu ummæli Keynes frá síðustu öld um að fólk léti stjórnast af fáu meiru en hugmyndum horfinna hagfræðinga—væru beinlínís þrælar þeirra—eigi enn við. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi rektor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Frakkland Bandaríkin Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Sjá meira
Mont Pelerin-klúbburinn, sem átti eftir að verða eins konar akademía nýfrjálshyggjufólks (neoliberals), tók á stofnfundi sínum 1947 eindregna afstöðu gegn einokun og með samkeppni á frjálsum markaði. Markaðurinn var þeim allt, tækið sem gæti með einföldum verðupplýsingum stýrt þróun efnahagslífsins til hagvaxtar og skilvirkni og hagkvæmri nýtingu auðlinda—eitthvað annað en ríkið og annað opinbert vald sem truflaði markaðinn, stýrði þróuninni í rangar áttir, sóaði auðlindum; ríkið ætti eiginlega aðeins að sjá um landvarnir og löggæslu, ekki annað að margra mati. En á markaðnum þyrfti samt að ríkja eðlileg samkeppni fyrirtækja af viðráðanlegri stærð; einn eða fáir aðilar sem gætu skammtað sér verð eða takmarkað framleiðslumagn trufluðu gangverk markaðarins. Friedrich A. Hayek, stofnandi félagsins, taldi að berjast þyrfti gegn einkarétti, forréttindum og hvers konar einokunaraðstöðu á markaðnum. Milton Friedman varaði við vaxandi einokun og mælti með því að stórfyrirtæki yrðu brotin upp. Í afmælisritum samtakanna hefur komið fram að á fundinum hafi verið rætt um að draga úr samþjöppun og markaðsvaldi, efla alþjóðleg viðskipti, styrkja samkeppnislög gegn hringamyndunum (anti-trust) og takmarka gildistíma fyrir einkaleyfi. Þessi upphafstónn kom eftirstríðhagfræðingum ekki sérlega á óvart. Jafnvel John Maynard Keynes sagðist í bréfi til Hayeks geta tekið siðferðilega undir flest orð hans. Þessi andúð á ríkinu var reyndar ólík því sem flestir hagfræðingar frá Adam Smith höfðu skrifað; Smith hafði ætlað ríkinu verulegt hlutverk, m.a. strangt eftirlit með bankastarsemi, veita ungu fólki menntun og styðja við fátæka (George Stigler úr Chicago-skólanum mun hafa klippt alla slíka kafla út úr bandarísku útgáfunni af Auðlegð þjóðanna); bandarískir forverar Mont Pelerin eins og National Assocation of Manufacturers, Liberty League og NELA, sem boðuðu bókstafstrú á markaðinn, töldu reyndar frelsinu ógnað með öllum ríkisafskiptum, sem biðu heim hættu á alræði. En fræg eru varnaðarorð Adam Smith um tilhneigingu forsprakka í atvinnulífi (um 1800 voru það kaupmenn) sem varla kæmu saman, jafnvel til að skemmta sér, án þess að efna til samráðs og samsæris gegn almenningi. Þróunin hafði orðið sú í iðnvæddum löndum að sett voru lög gegn samþjöppun á markaði; stjórnvöld í Bandaríkjunum létu snemma á tuttugustu öldinni brjóta upp stórfyrirtæki í olíu- og tóbaksframleiðslu—það var gert til að losna við yfirgnæfandi aðila og opna nýjum keppinautum aðgang að mörkuðum. En svo breyttist eitthvað hjá Mont Pelerin. Ekki er alveg ljóst hvað það var, en andstaða samtakanna við einokunarvald mildaðist og hvarf á sjötta áratugnum. Sumir telja að fjármögnunaraðilar The Antitrust-Project, rannsóknarverkefnis sem klúbburinn stóð að við Háskólann í Chicago, hafi ráðið mikilu þar um; vitað var að forsvarsmenn General Electric og samtaka framleiðslufyrirtækja, sem lengi höfðu boðað trú á markaðinn (einnig barist gegn viðurkenningu verkalýðsfélaga) voru ekki hrifin af þessari einokunaráherslu nýfrjálshyggjufólksins. Blaðamaðurinn Michael Tomasky segir í nýlegri bók frá því að Harold Luhnow, stjórnandi Volker-sjóðsins, eins aðalstyrktaraðila Antitrust-Project (greiddi líka laun Hayeks í Chicago og stóð straum af ýmissi starfsemi Mont Pelerin), hafi komið því á framfæri við Alan Director, sem stýrði verkefninu (og var mágur Friedman), að ef samtökin óskuðu eftir áframhaldandi stuðningi þá skyldu þau endurskoða stefnu sína gagnvart einokun á markaði. Director hafði reyndar í rannsóknum sínum verið að endurmeta skaðsemi einokunar og taldi að einungis ætti að mæla hana út frá skilvirkni (e. efficiency); það væri í lagi að fyrirtækin væru stór ef þau gætu framleitt á lægri verðum; frægasti nemandi hans, lögfræðingurinn Robert Bork (sem Ronald Reagan reyndi að skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna en tókst ekki), setti kenninguna um eins konar neytendapróf (Consumer Welfare Standard) í fræðilegan búning í bók sinni The Antitrust Paradox löngu síðar. En nýfrjálshyggjufólkið fór fljótlega að gera lítið úr hættum samfara samþjöppun á markaði. Friedman fremstur í flokki Lengst gekk Milton Friedman. Hann var líka snjallasti málflytjandinn. Hann sagðist ekki lengur hafa neinar áhyggjur af markaðsvaldi í einkageiranum. Meira að segja sagðist hann í frægri sjónvarpsþáttaseríu um frelsi til að velja (Free to Choose; aðgengilegt á YouTube) varla geta bent á nein dæmi um viðvarandi einokunarvald bandarískra einkafyrirtækja sem vert væri að tala um; þegar á hann var gengið nefndi hann tvö, annað var De Beers demantafyrirtækið og hitt var hlutabréfamarkaðurinn í New York á fyrri hluta 20. aldar. Annað einokunarvald á bandarískum markaði ætti rætur að rekja til hins opinbera, sem veitti einkaaðilum sérleyfi, einkaleyfi, einkaðastöðu eða önnur sérréttindi, sem takmörkuðu samkeppni á markaði. Þessar aðgerðir hins opinbera hefðu skekkt markaðinn og gert margt fólk vellauðugt—en sökin lægi hjá hinu opinbera. Friedman benti þarna reyndar á viðvarandi vandamál í vestrænum hagkerfum, sem í seinni tíð hefur verið nefnt rentusókn (e. rent seeking). Einkaaðilar hafa iðulega hagnast fyrir tilstilli og í skjóli ríkis og sveitarfélaga. Setning laga og reglna skiptir einkageirann miklu máli—áhersla og fjárfesting fyrirtækja og fyrirtækjahópa í áhrifum á stjórnvöld, ástundun hagsmunagæslu, lobbíisma, er ein vísbendingin um hversu arðvænleg rentusóknin er. Hagsagan geymir mörg dæmi um rentusókn; Bretar veittu Austur-Indíafélaginu einkarétt til verslunar við Indlandshaf um langt skeið; og Danir veittu einkaaðilum einokun á verslun við Íslendinga. Víða voru í gildi einkaleyfi í flutningum, útgefin fyrir ákveðnar leiðir. Dæmin úr samtímanum eru ófá; besta dæmið er að sjálfsögðu íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi, sem búið hefur til meiri einkagróða en dæmi eru til um í landinu; einnig má nefna fiskeldi í sjó, kaup á bönkum, sjóðum eða öðrum opinberum fyrirtækjum, oftast með handstýringu gegn hóflegu verði; þá hefur fyrirgreiðsla varðandi sameiningar og yfirtökur fyrirtækja skapað eftirsótta aðstöðu en jafnframt skekkt markað. Rentusóknin er varla, eins og Friedman hélt fram, bundin við opinbera geirann; Joseph Stiglitz fellir undir rentusókn það gjald sem almenningur greiðir vegna verðákvarðana einokurnar- og fákeppnisaðila—gjaldið sé í raun skattur sem ekki renni til samfélagslegra málefna heldur í prívatsjóði ráðandi aðila í einkafyrirtækjum. Bandaríska viðskiptaráðuneytið hefur t.a.m. gefið út tölur sem sýna að 53% af verðbólgu þar í landi á síðasta ári skýrðist af aðgerðum fyrirtækja til auka hagnað sinn—ekki kostnaðarhækkunum. Víðtæk áhrif, vaxandi samþjöppun Breytt viðhorf nýfrjálshyggjufólks til einokunarvalds á markaði hafði víðtæk áhrif á stjórnmál Vesturlanda, og það langt út fyrir raðir Reagans og Thatcher, sem áttu drýgstan þátt í koma þeim inn í stjórnarstefnur sinna landa; aðferð stjórnvalda fólst fyrst og fremst í því að hætt var að mestu að framfylgja samkeppnislögum. Áhrifin mátti greina í stefnum þeirra Jimmy Carter, Bill Clinton, Tony Blair og Göran Person, svo einhverjir séu nefndir. Á nokkrum ártugum jókst samþjöppun í efnahagslífi landanna stórlega; ekki var amast við samruna stórfyrirtækja, m.a. banka; Mauldin segir í grein í Forbes, einu helsta viðskiptatímariti Bandaríkjanna (2019), að án þess að gera sér grein fyrir því “höfum við orðið þjóð einokunaraðila. Stór og vaxandi hluti efnahagslífsins er í “eigu” fáeinna fyrirtækja sem þurfa ekki að glíma við mikla samkeppni. Þau hafa enga hvata til að koma fram með betri vörur og koma upp hagkvæmari rekstri. Þau einfaldlega raka saman peningum frá fólki sem hefur lítið val um annað en að reiða þá af hendi.” SP-Global hefur reiknað út að innan 91 grunnatvinnuvega (af 157) á risamarkaði Bandaríkjanna sé samanlögð markaðshlutdeild fimm stærstu fyrirtækjanna á hverju sviði yfir 80%. Samþjöppunin hefur farið vaxandi á síðustu árum. Í tæknigreinum er hlutdeild þeirra stærstu oft um 90%. Þessi yfirburðastaða sífellt færri fyrirtækja hefur vitaskuld haft mikil áhrif á auðskiptingu og ójöfnuð á Vesturlöndum. Auðurinn fer að hluta í að styrkja stöðu hins þrönga hóps enn frekar, varna öðrum aðilum aðgangi að mörkuðum, beita áhrifum til að takmarka eðlilegar skattgreiðslur og hafa ýmisleg áhrif á stjórnmál og skoðanamótun í löndunum. Margir efast orðið um lýðræðisskipulag geti til lengdar staðist gagnvart þessari þróun. Dvínandi áhrif horfinna hagfræðinga Kolasky segir í yfirlitsgrein í Antitrust-tímariti bandarísku lögfræðisamtakanna (2020) um Aaron Director og afskipti Chicago-skólans af samkeppnismálum að áhrif nýfrjálshyggjufólks hafi farið minnkandi eftir fjármálakreppuna 2008, sem ýtti undir efasemdir um hina “sterku trú nýfrjálshyggjufólks á hinn frjálsa markað með takmörkuðum afskiptum stjórnvalda.“ Í efnahagshruninu kom einmitt í ljós að fyrirtækin, sem Mont Pelerin taldi að ætti að láta algjörlega óáreitt og frjáls við að stunda sín viðskipti, jafnvel einokunar- og fákeppnisfyrirtæki, urðu uppvís að stórkostlegri sviksemi á lánamarkaði, sem olli því að fjármálakerfi heimsins riðaði til falls og varð til þess að venjulegt fólk missti eignir sínar og störf í stórum stíl og skattgreiðendur urðu fyrir miklum skaða; aðstandendur bankanna og meðleikendur þeirra komu sínum fjármunum oft í skjól og eru enn meðal ríkustu jarðarbúa. Bandarísk stjórnvöld hafa nú aftur blásið lífi í aðgerðir gegn hringamyndun og höfnuðu nýlega sameiningu flugfélaganna Jet Blue og Spirit Airline; þau munu að líkindum gera það sama gagnvart Random House og Simon and Schuster, tveimur af stærstu bókaframleiðendum landsins; þau þurfa bráðlega að taka afstöðu til beiðnar um sameiningu tveggja af stærstu kortafyrirtækja í heimi. Má vera að áhrif nýfrjálshyggjunnar hafi minnkað, en þau eru varla horfin. Í íslenskum fjölmiðlum eru sagðar fréttir af áformum fjármálaráðherra um sölu ríkisfyrirtækja í lykilstöðu. Samkeppniseftirlitið kvartar á sama tíma yfir niðurskurði fjárheimilda—sem hafi á áratug verið minnkuð um 20% á sama tíma sem umsvifin í efnahagslífinu hafa aukist um 40%; forstjórinn segir að stofnuninni sé gert ókleift að framfylgja samkeppnislögum. Það skyldi þá ekki vera að hin frægu ummæli Keynes frá síðustu öld um að fólk léti stjórnast af fáu meiru en hugmyndum horfinna hagfræðinga—væru beinlínís þrælar þeirra—eigi enn við. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi rektor.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun