Bara sautján stigum frá meti Pistol Pete Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 16:01 Caitlin Clark er búin að vera frábær með liði Iowa Hawkeyes undanfarin fjögur ár. Getty/David Berding Körfuboltakonan Caitlin Clark bætti í nótt stigamet Lynette Woodard yfir flest stig hjá konu í öllum deildum bandaríska háskólaboltans. Clark hafði áður orðið sú sem hefur skorað flest stig í 1. deild háskólaboltans. Hún á hvern stórleikinn á fætur öðrum og er fyrir löngu orðin eitt allra stærsta nafnið í bandarísku íþróttalífi. Clark gerði þetta í nótt með því að ná sinni sautjándu þrennu en hún var með 33 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í sigurleik á Iowa á Minnesota. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) Clark varð enn fremur sú fyrsta til að skora yfir fimm hundruð þriggja stiga körfur á háskólaferli sínum. Hún skoraði átta þrista í leiknum og er þar með komin með 503. Nú er bara eitt stórt met eftir og það er að slá stigamet beggja kynja í bandaríska háskólaboltanum. Pistol Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3.667 stig fyrir LSU skólann frá 1967 til 1970. Hann setti metið þegar það var engin þriggja stiga lína og hann gerði það á þremur árum. Clark er vissulega á fjórða ári en það væri stórt takmark fyrir hana að slá karlametið ofan á öll hin metin sem eru nú í hennar eigu. Clark vantar nú aðeins sautján stig í lokaleiknum sínum til að bæta metið. Sá leikur er á móti Ohio State um næstu helgi en það lið er eitt það allra besta í boltanum í dag. Miðaverð á leikinn er það hæsta sem hefur verið í háskólaboltanum. „Ég er að komast nær og nær metinu hans Pete. Ég man eftir því þegar ég var í gagnfræðaskóla þá var fólk að koma til mín til að tala um Pete. Þau sögðu við: Þú verður að horfa á hann á YouTube,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Clark hafði áður orðið sú sem hefur skorað flest stig í 1. deild háskólaboltans. Hún á hvern stórleikinn á fætur öðrum og er fyrir löngu orðin eitt allra stærsta nafnið í bandarísku íþróttalífi. Clark gerði þetta í nótt með því að ná sinni sautjándu þrennu en hún var með 33 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í sigurleik á Iowa á Minnesota. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) Clark varð enn fremur sú fyrsta til að skora yfir fimm hundruð þriggja stiga körfur á háskólaferli sínum. Hún skoraði átta þrista í leiknum og er þar með komin með 503. Nú er bara eitt stórt met eftir og það er að slá stigamet beggja kynja í bandaríska háskólaboltanum. Pistol Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3.667 stig fyrir LSU skólann frá 1967 til 1970. Hann setti metið þegar það var engin þriggja stiga lína og hann gerði það á þremur árum. Clark er vissulega á fjórða ári en það væri stórt takmark fyrir hana að slá karlametið ofan á öll hin metin sem eru nú í hennar eigu. Clark vantar nú aðeins sautján stig í lokaleiknum sínum til að bæta metið. Sá leikur er á móti Ohio State um næstu helgi en það lið er eitt það allra besta í boltanum í dag. Miðaverð á leikinn er það hæsta sem hefur verið í háskólaboltanum. „Ég er að komast nær og nær metinu hans Pete. Ég man eftir því þegar ég var í gagnfræðaskóla þá var fólk að koma til mín til að tala um Pete. Þau sögðu við: Þú verður að horfa á hann á YouTube,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira