Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 15:53 Svifryksmengun er mikil á höfuðborgarsvæðinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu. Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.
Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira