Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 13:01 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í gær, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands. Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands.
Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira