Horner heldur áfram að hneyksla og gæti misst starfið Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 11:30 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull en gæti nú verið vísað úr starfi Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1 síðan 2005, gæti átt í hættu að missa starf sitt eftir að kynferðisleg smáskilaboð og myndir sem hann sendi samstarfskonu sinni láku á netið. Red Bull gaf það út á miðvikudag að rannsókn á óviðeigandi hegðun hans í garð samstarfskonu hjá Red Bull væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Aðeins um sólarhring síðar, á fimmtudag, láku á netið smáskilaboð og myndsendingar, kynferðislegar í eðli, sem Horner hafði sent samstarfskonunni. Skilaboðunum var lekið með nafnlausum tölvupósti til fjölmiðla og fjölda aðila innan Formúlu 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandsins. Þau bárust til Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, sem sagði þetta „skaða íþróttina auk þess að vera skaðlegt frá mannlegu sjónarmiði“. 🗣️ "It's not our business."Red Bull's Max Verstappen comments on how allegations against team principal Christian Horner have affected the team. pic.twitter.com/UBDGZiNI0e— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2024 Horner hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og ekki tjáð sig frekar. Toto Wolff og Zak Brown hjá Mercedes og McLaren hafa kallað eftir auknu gagnsæi og óskað eftir því að Red Bull opinberi rannsókn sína. Greint hefur verið frá því að Geri Halliwell, fyrrum kryddpía og eiginkona Horner, hyggist skilja við eiginmann sinn. Enn er óljóst hvað verður um Horner, hjónaband hans og hvort hann haldi stöðu sinni hjá Red Bull. FIA og Formúla 1 munu nú sjálf rannsaka málið, finnist hann brotlegur verður Horner að öllum líkindum vikið úr starfi og bannað að starfa fyrir önnur aðildarfélög FIA. Red Bull bílarnir bruna af stað í Barein, fyrsta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30. Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Red Bull gaf það út á miðvikudag að rannsókn á óviðeigandi hegðun hans í garð samstarfskonu hjá Red Bull væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Aðeins um sólarhring síðar, á fimmtudag, láku á netið smáskilaboð og myndsendingar, kynferðislegar í eðli, sem Horner hafði sent samstarfskonunni. Skilaboðunum var lekið með nafnlausum tölvupósti til fjölmiðla og fjölda aðila innan Formúlu 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandsins. Þau bárust til Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, sem sagði þetta „skaða íþróttina auk þess að vera skaðlegt frá mannlegu sjónarmiði“. 🗣️ "It's not our business."Red Bull's Max Verstappen comments on how allegations against team principal Christian Horner have affected the team. pic.twitter.com/UBDGZiNI0e— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2024 Horner hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og ekki tjáð sig frekar. Toto Wolff og Zak Brown hjá Mercedes og McLaren hafa kallað eftir auknu gagnsæi og óskað eftir því að Red Bull opinberi rannsókn sína. Greint hefur verið frá því að Geri Halliwell, fyrrum kryddpía og eiginkona Horner, hyggist skilja við eiginmann sinn. Enn er óljóst hvað verður um Horner, hjónaband hans og hvort hann haldi stöðu sinni hjá Red Bull. FIA og Formúla 1 munu nú sjálf rannsaka málið, finnist hann brotlegur verður Horner að öllum líkindum vikið úr starfi og bannað að starfa fyrir önnur aðildarfélög FIA. Red Bull bílarnir bruna af stað í Barein, fyrsta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira