Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 08:00 Dagur Sigurðsson var með samning til að stýra japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í suamr en vildi starfslokasamning til að taka við Króatíu. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01
Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00
„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01
Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06