Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2024 15:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði næg verkefni í forsætisráðuneytinu en vildi þó ekki svara nei, eða já, af eða á, eins og Guðmundur Ingi vildi. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið. Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Fyrirspurnin kom nokkuð á óvart, í það minnsta virtist hún koma Katrínu á óvart en það var Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem bar upp spurninguna. Katrín vildi slá þessu upp í grín í svari sínu. „Já, herra forseti, ég ætla nú bara að segja að ég trúi því varla að í kjördæmaviku þingmanna sé þetta aðalspurningin. Ég vil bara hughreysta þingmanninn, ég er enn í störfum sem forsætisráðherra og verð hér enn um sinn,“ svaraði Katrín. En Guðmundur Ingi gaf sig ekki, hann þakkaði Katrínu fyrir „ekki svarið, því þetta væri eiginlega ekkert svar.“ Og Guðmundur Ingi vitnaði í Eurovision-slagarann Nei eða já. „Nei eða já, af eða á. Ætlar forsætisráðherra að bjóða sig fram eða ekki?“ Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ Og þar við sat. Katrín er ekki sú eina sem hefur verið loðin í svörum um forsetaframboð. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona RÚV, svaraði símtali blaðamanns Vísis fyrir helgi, hló að spurningunni um mögulegt forsetaframboð en sagðist svo ekki hafa tíma til að ræða málið.
Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira