Byggjum borg tvö - Selfoss eða Akureyri fyrst? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. mars 2024 18:01 Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Árborg Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Sjá meira
Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun