Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 15:31 Dagur Sigurðsson fer beint í djúpu laugina sem nýr þjálfari Króatíu því fram undan er umspil um sæti á Ólympíuleikunum. Instagram/@hrs_insta Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira