Tekur við félagi í níunda sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 5. mars 2024 17:01 Napoli er mættur aftur til Craiova eftir stutt hlé. Getty Ítalinn Nicolo Napoli hefur verið ráðinn þjálfari U Craiova í Rúmeníu innan við ári eftir að hafa verið rekinn. Þetta er í níunda skipti, fyrst 2003, sem hann tekur við þjálfun félagsins en sjaldnast hefur hann enst í meira en tólf mánuði í senn. Mikil þjálfaravelta er hjá rúmenska félaginu og staldra fæstir við lengi. Napoli var síðast þjálfari liðsins frá nóvember 2022 fram í maí 2023 en var þá sagt upp störfum. Þá hafði hann þjálfað liðið frá janúar 2022 fram í júní sama ár, þegar hann var rekinn, bara til að taka aftur við í nóvember. Eftir að félagið losaði sig við arftaka hans á dögunum kom nafn hans fljótt upp í umræðuna og kvaðst hann bíða eftir símtalinu. Eigandi félagsins kvaðst hins vegar ekki áhugasamur og ekki í fyrsta sinn sem hann segir að Napoli muni aldrei þjálfa liðið aftur. „Ég sá að Napoli fylgist með stöðunni. Mér er alveg sama. Hann er vinur minn, við berum virðingu fyrir honum, en kaflanum er lokað. Við höfum ekki áhuga,“ sagði Adrian Mititelu, eigandi félagsins, fyrir örfáum dögum. Honum virðist hafa snúist hugur, og ekki í fyrsta skipti, þar sem Napoli var kynntur sem nýr stjóri liðsins í gær. Þetta er í tíunda skipti sem hann fær starf hjá félaginu, og í það níunda sem hann tekur við þjálfarastöðunni, en hann var íþróttastjóri félagsins um nokkurra mánaða skeið árið 2011. Fyrst varð hann þjálfari liðsins fyrir rúmum 20 árum, í desember 2003 og entist þá aðeins fram í mars 2004. Þjálfarastöður Nicolo Napoli hjá Craiova desember 2003 til mars 2004 október 2007 til maí 2009 janúar til apríl 2011 apríl til júní 2011 (íþróttastjóri) júlí 2013 til febrúar 2014 október 2018 til maí 2019 ágúst til október 2020 janúar til júní 2022 nóvember 2022 til maí 2023 mars 2024 til ? Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Mikil þjálfaravelta er hjá rúmenska félaginu og staldra fæstir við lengi. Napoli var síðast þjálfari liðsins frá nóvember 2022 fram í maí 2023 en var þá sagt upp störfum. Þá hafði hann þjálfað liðið frá janúar 2022 fram í júní sama ár, þegar hann var rekinn, bara til að taka aftur við í nóvember. Eftir að félagið losaði sig við arftaka hans á dögunum kom nafn hans fljótt upp í umræðuna og kvaðst hann bíða eftir símtalinu. Eigandi félagsins kvaðst hins vegar ekki áhugasamur og ekki í fyrsta sinn sem hann segir að Napoli muni aldrei þjálfa liðið aftur. „Ég sá að Napoli fylgist með stöðunni. Mér er alveg sama. Hann er vinur minn, við berum virðingu fyrir honum, en kaflanum er lokað. Við höfum ekki áhuga,“ sagði Adrian Mititelu, eigandi félagsins, fyrir örfáum dögum. Honum virðist hafa snúist hugur, og ekki í fyrsta skipti, þar sem Napoli var kynntur sem nýr stjóri liðsins í gær. Þetta er í tíunda skipti sem hann fær starf hjá félaginu, og í það níunda sem hann tekur við þjálfarastöðunni, en hann var íþróttastjóri félagsins um nokkurra mánaða skeið árið 2011. Fyrst varð hann þjálfari liðsins fyrir rúmum 20 árum, í desember 2003 og entist þá aðeins fram í mars 2004. Þjálfarastöður Nicolo Napoli hjá Craiova desember 2003 til mars 2004 október 2007 til maí 2009 janúar til apríl 2011 apríl til júní 2011 (íþróttastjóri) júlí 2013 til febrúar 2014 október 2018 til maí 2019 ágúst til október 2020 janúar til júní 2022 nóvember 2022 til maí 2023 mars 2024 til ?
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira