Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2024 14:22 Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Orð Kristrúnar í hlaðvarpi fyrir mánuði hafa vakið þráláta umræðu, sem er ekki þægileg fyrir Samfylkinguna, um að flokkurinn hafi breytt um stefnu og ekki lengur þessi alþjóðasinnaði flokkur og segir í samþykktum flokksins. vísir/vilhelm Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Þórarinn Hjartarson í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir mánuði að það þyrfti að taka á þeim vanda sem fylgdi streymi útlendinga til landsins, opin landamæri og velferðarkerfi færu ekki saman, hefur þau varla órað fyrir því fári sem fylgdi. Auðvitað er þetta stefnubreyting Einhver gæti sagt að þetta sem Kristrún sagði væri tveir plús tveir eru fjórir, augljóst væri að einhverja hnúta þyrfti að hnýta þegar landið tekur á móti fólki í svo stórum stíl og raun ber vitni. En áhugamenn um pólitík hafa viljað greina hér u-beygju í stefnu flokksins. Og hafa sitthvað fyrir sér í þeim efnum. Orð Kristrúnar ganga í berhögg við samþykktir Samfylkingarinnar: „Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að alþjóðasinnar snúi bökum saman, fylki sér um grunngildi opins lýðræðisþjóðfélags og standi vörð það sem áunnist hefur í alþjóðasamvinnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar,“ segir á einum stað bara svo dæmi sé nefnt. Annað gæti verið: „Samfylkingin leggur áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum. Forsenda öryggis og friðar er lýðræði, jafn réttur allra þjóða og þjóðarbrota, vinsamleg samskipti og gagnkvæm virðing, frjáls viðskipti og frjáls för fólks.“ Þarf ekki próf til að sjá stefnubreytingu Eiríkur var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni sem rifjaði upp að ýmsir hafi stokkið til og viljað meina að fólk hafi ekki heyrt það sem það heyrði; svo sem fyrrverandi formenn flokksins svo sem Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. En Eiríkur taldi það einhverja vitlausustu dellu sem hægt væri að hugsa sér. Því þetta væri svo augljóst. Orð Kristrúnar væru til þess fallin að auka rými þeirra sem tortryggnir eru á útlendinga. Hann sagði alla íslenska stjórnmálaumræðu hafa hverfst um það sem kalla mætti opingáttarmenn og innilokunarsinna. Samfylkingin væri sá flokkur sem hingað til hafi farið fremst í því að vilja heita opinn. „Svo formaðurinn kemur fram og segir þetta gengur ekki lengur, við þurfum að hafa strangari gætur á landamærum og takmarka fjölda þeirra sem hingað koma,“ sagði Eiríkur og undirstrikaði að hann væri ekki að leggja mat á hvort það væri góð stefna eða ekki. „Maður þarf ekki að hafa próf í stjórnmálafræði eða vera prófessor í stjórnmálafræði til að sjá að hér er stefnubreyting á borðinu.“ Eiríkur sagði það orðhengilshátt um hvernig breytist stefna og svo framvegis. Stefnan birtist ekki bara í formlegum ályktunum á landsfundi, hún birtist fyrst og fremst í málflutningi forystumanna og sérstaklega í málflutningi formannsins: „Stefna Samfylkingarinnar hefur augljóslega breyst.“ Sigmundur Davíð hlær og hlær Umræðan um innflytjendamál hefur breyst til muna. Flokkar hafa breytt um afstöðu. Nú virðist sem Samfylkingin styðji frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, meira og minna. Eiríkur sagði undiröldu í tengslum við andúð til innflytjenda um töluvert skeið, kraumandi andúð í garð aðkomufólks og mallað víða. „Það eru auðvitað stjórnmálaöfl í landinu sem hafa haldið stjórnmálastefnu sem gengur út á að herða tökin og þrengja gáttina til landsins. Að aðstreymi sé stjórnlaust,“ segir Eiríkur. Fyrst og fremst hefur þetta verið Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lætur ekki sitt eftir liggja og hæðist að Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Flokkur fólksins hafði látið að þessu liggja af og til með hléum og Sjálfstæðisflokkurinn að hluta. Þessi sjónarmið sem áður hafa verið í jaðri eru komin á fleygiferð inn í meginstrauminn. Í allra síðustu tíð sáum við þetta hjá formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hann tekur til máls með málflutning sem áður hafði tilheyrt jaðri Sjálfstæðisflokksins. Bjarni kemur úr skápnum En hvað breyttist? Tvö tilfelli hafa verið tekin til dæmis um þetta. Annars vegar ræða Bjarna Benediktssonar á tröppum Bessastaða þegar skipt var um dómsmálaráðherra, að stefna Jóns Gunnarssonar sé stefna flokksins og Guðrún eigi að fylgja henni. Og hins vegar hin fræga Facebook-færsla um áramótin. Aðrir þingmenn höfðu fram til þess viljað dempa slíkar raddir þá er þær höfðu komið fram en nú var þetta orðið borðfast hvað Sjálfstæðisflokkinn varðaði – þessi væri stefnan. „Svo held ég að flóðgáttirnar hafi opnast þegar formaður Samfylkingarinnar lætur af andstöðu þess flokks við ítrekaða herðingu á útlendingalöggjöfinni. Útlendingalöggjöfin hefur verið hert hér í allnokkrum skrefum núna og Samfylkingin hefur stillt sér upp gegn slíkum herðingum í öllum tilvikum. Flokkurinn var, alla veganna um skeið, harðasti talsmaður þess að gáttunum sé haldið frekar opnum,“ segir Eiríkur í samtali við Gunnar Smára. Logi Einarsson fyrrverandi formaður nú varaformaður var líklegastur til að láta sjá sig í ræðupúlti þingsins að ræða slík mál. Svo breytist allt eftir viðtalið við formann Samfylkingarinnar þar sem hún ekki bara lætur af andstöðunni við ítrekaða herðingu heldur lýsir ástandinu sem stjórnlausu og það þurfi að ná enn styrkari tökum á landamærunum og herða enn frekar. Eiríkur vill meina að í kjölfarið á þeim ummælum hafi kapphlaup hafist milli flokka hér á Íslandi um hver vilji loka landinu mest. Nýir félagar jafn margir þeim sem hafa farið Innan Samfylkingarinnar ríkir þögn, eins og menn viti ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Sem þýðir ekki að menn séu ekki að ræða saman. Í ýmsum hópum á netinu. Vísir hefur heyrt í nokkrum Samfylkingarmönnum sem slá úr og í. Vilja ekkert láta hafa eftir sér. Einn sagði gremju ríkja vegna viðtalsins, að Kristrún hefið greinilega ekki verið búin að íhuga vel hvað hún vildi segja um þennan málaflokk en það versta væri eiginlega tímasetningin: Hún skar Bjarna úr snörunni. Hann hefði þurft að fá svigrúm til að skýra betur stöðu Sjálfstæðisflokksins. Nú væri þetta orðinn meginstraumur. Það vakti athygli þegar Sigrún Skaftadóttir sagði sig úr flokknum. Þó margir hafi viljað láta svo að þar væri um stórtíðindi að ræða gegnir Sigrún engri áhrifastöðu í Samfylkingunni. Og einnig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmaður Samfylkingar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ mótmælt. En mikið meira er það nú ekki. Ekki opinberlega en undir kraumar. Á skrifstofunni fást þær upplýsingar að engar úrsagnir hafi verið úr Samfylkingunni, inn og út og en það standi nákvæmlega á núlli. Félagar í flokknum vita ekki alveg hvað verður. Félagar í Samfylkingunni eru 15.925. Tvær skoðanakannanir hafa verið kynntar eftir téð hlaðvarpsviðtal við Kristrúnu sem eru af sitthvoru taginu. Gallup mælir stöðu flokkanna á lengra tímabili en samkvæmt könnun Maskínu höfðu orð Kristrúnar ekki neikvæð áhrif. Jóhann Páll stendur þétt við hlið síns formanns Hvað með þingflokkinn? Helga Vala Helgadóttir hætti á þingi og þó hún hafi aldrei viljað ræða það opinberlega hver raunverulega ástæðan hafi verið vilja margir ganga út frá því að hennar áherslur fari ekki saman við Kristrúnar, einkum og sér í lagi hvað varðar Evrópumálin sem Kristrún hefur sett upp á hillu. Og svo hælisleitendamálin. Jóhann Páll og Gunnar Smári sem hefur verið mjög áhugasamur um breytta stefnu Samfylkingarinnar í útlendingamálum.vísir/stefán Snær Í því sambandi má líta til þess sem Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar, sá sem sagður hefur verið hægri hönd Kristrúnar, sagði í ræðu 4. mars um þessi mál. Þar virðist mega greina þessa nýju stefnu Samfylkingarinnar með skýrum hætti. Hann er að tala um löggjafann og verndarkerfið, það regluverk og þá umgjörð sem við höfum komið okkur upp um alþjóðlega vernd. Fullveldisréttur okkar sem þjóðar sé að hafa stjórn á landamærum okkar. „Við viljum standa vörð um mannréttindi fólks og taka þeim opnum örmum sem sannarlega eru á flótta, en þá þurfum við líka að gæta þess að kerfin okkar standi undir verkefninu og kostnaður fari ekki úr böndunum. Þá þurfum við að horfast í augu við að fjöldi skiptir máli, að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum við getum tekið vel á móti á hverjum tíma.“ Oddný og Jóhann Páll fulltrúar ólíkra sjónarmiða Annað væri óábyrgt að mati Jóhanns Páls. „Við þurfum að gæta þess að bæði reglurnar sjálfar og framkvæmd reglnanna sé ekki algerlega úr takti við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur, að regluverkið og framkvæmd reglnanna sé ekki þannig að umsækjendur um alþjóðlega vernd leiti miklu frekar til Íslands en til annarra landa. Þannig hljóta ábyrgir stjórnmálamenn að nálgast verkefnið.“ Oddný Harðardóttir, kollegi Jóhanns Páls á þingi, er hins vegar á öndverðum meiði. Hún segir stefnuna ekki breytta. „Samfylkingin hefur ekki breytt um stefnu í málaflokknum því við ákveðum stefnuna á landsfundi. Og ef við ætlum að breyta henni þá gerum við það þar,“ segir Oddný. Og það sem meira er, hún segist ósammála Eiríki um að skýr stefnubreyting hefði átt sér stað í málaflokknum hjá Samfylkingunni. „Það er ekki þannig,“ segir hún. Oddný segir Samfylkinguna ekki vera að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. „Við eru með okkar eigin stefnu og hún er samþykkt á landsfundi.“ Fréttaskýringar Samfylkingin Innflytjendamál Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Þórarinn Hjartarson í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir mánuði að það þyrfti að taka á þeim vanda sem fylgdi streymi útlendinga til landsins, opin landamæri og velferðarkerfi færu ekki saman, hefur þau varla órað fyrir því fári sem fylgdi. Auðvitað er þetta stefnubreyting Einhver gæti sagt að þetta sem Kristrún sagði væri tveir plús tveir eru fjórir, augljóst væri að einhverja hnúta þyrfti að hnýta þegar landið tekur á móti fólki í svo stórum stíl og raun ber vitni. En áhugamenn um pólitík hafa viljað greina hér u-beygju í stefnu flokksins. Og hafa sitthvað fyrir sér í þeim efnum. Orð Kristrúnar ganga í berhögg við samþykktir Samfylkingarinnar: „Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að alþjóðasinnar snúi bökum saman, fylki sér um grunngildi opins lýðræðisþjóðfélags og standi vörð það sem áunnist hefur í alþjóðasamvinnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar,“ segir á einum stað bara svo dæmi sé nefnt. Annað gæti verið: „Samfylkingin leggur áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum. Forsenda öryggis og friðar er lýðræði, jafn réttur allra þjóða og þjóðarbrota, vinsamleg samskipti og gagnkvæm virðing, frjáls viðskipti og frjáls för fólks.“ Þarf ekki próf til að sjá stefnubreytingu Eiríkur var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni sem rifjaði upp að ýmsir hafi stokkið til og viljað meina að fólk hafi ekki heyrt það sem það heyrði; svo sem fyrrverandi formenn flokksins svo sem Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. En Eiríkur taldi það einhverja vitlausustu dellu sem hægt væri að hugsa sér. Því þetta væri svo augljóst. Orð Kristrúnar væru til þess fallin að auka rými þeirra sem tortryggnir eru á útlendinga. Hann sagði alla íslenska stjórnmálaumræðu hafa hverfst um það sem kalla mætti opingáttarmenn og innilokunarsinna. Samfylkingin væri sá flokkur sem hingað til hafi farið fremst í því að vilja heita opinn. „Svo formaðurinn kemur fram og segir þetta gengur ekki lengur, við þurfum að hafa strangari gætur á landamærum og takmarka fjölda þeirra sem hingað koma,“ sagði Eiríkur og undirstrikaði að hann væri ekki að leggja mat á hvort það væri góð stefna eða ekki. „Maður þarf ekki að hafa próf í stjórnmálafræði eða vera prófessor í stjórnmálafræði til að sjá að hér er stefnubreyting á borðinu.“ Eiríkur sagði það orðhengilshátt um hvernig breytist stefna og svo framvegis. Stefnan birtist ekki bara í formlegum ályktunum á landsfundi, hún birtist fyrst og fremst í málflutningi forystumanna og sérstaklega í málflutningi formannsins: „Stefna Samfylkingarinnar hefur augljóslega breyst.“ Sigmundur Davíð hlær og hlær Umræðan um innflytjendamál hefur breyst til muna. Flokkar hafa breytt um afstöðu. Nú virðist sem Samfylkingin styðji frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, meira og minna. Eiríkur sagði undiröldu í tengslum við andúð til innflytjenda um töluvert skeið, kraumandi andúð í garð aðkomufólks og mallað víða. „Það eru auðvitað stjórnmálaöfl í landinu sem hafa haldið stjórnmálastefnu sem gengur út á að herða tökin og þrengja gáttina til landsins. Að aðstreymi sé stjórnlaust,“ segir Eiríkur. Fyrst og fremst hefur þetta verið Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lætur ekki sitt eftir liggja og hæðist að Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Flokkur fólksins hafði látið að þessu liggja af og til með hléum og Sjálfstæðisflokkurinn að hluta. Þessi sjónarmið sem áður hafa verið í jaðri eru komin á fleygiferð inn í meginstrauminn. Í allra síðustu tíð sáum við þetta hjá formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hann tekur til máls með málflutning sem áður hafði tilheyrt jaðri Sjálfstæðisflokksins. Bjarni kemur úr skápnum En hvað breyttist? Tvö tilfelli hafa verið tekin til dæmis um þetta. Annars vegar ræða Bjarna Benediktssonar á tröppum Bessastaða þegar skipt var um dómsmálaráðherra, að stefna Jóns Gunnarssonar sé stefna flokksins og Guðrún eigi að fylgja henni. Og hins vegar hin fræga Facebook-færsla um áramótin. Aðrir þingmenn höfðu fram til þess viljað dempa slíkar raddir þá er þær höfðu komið fram en nú var þetta orðið borðfast hvað Sjálfstæðisflokkinn varðaði – þessi væri stefnan. „Svo held ég að flóðgáttirnar hafi opnast þegar formaður Samfylkingarinnar lætur af andstöðu þess flokks við ítrekaða herðingu á útlendingalöggjöfinni. Útlendingalöggjöfin hefur verið hert hér í allnokkrum skrefum núna og Samfylkingin hefur stillt sér upp gegn slíkum herðingum í öllum tilvikum. Flokkurinn var, alla veganna um skeið, harðasti talsmaður þess að gáttunum sé haldið frekar opnum,“ segir Eiríkur í samtali við Gunnar Smára. Logi Einarsson fyrrverandi formaður nú varaformaður var líklegastur til að láta sjá sig í ræðupúlti þingsins að ræða slík mál. Svo breytist allt eftir viðtalið við formann Samfylkingarinnar þar sem hún ekki bara lætur af andstöðunni við ítrekaða herðingu heldur lýsir ástandinu sem stjórnlausu og það þurfi að ná enn styrkari tökum á landamærunum og herða enn frekar. Eiríkur vill meina að í kjölfarið á þeim ummælum hafi kapphlaup hafist milli flokka hér á Íslandi um hver vilji loka landinu mest. Nýir félagar jafn margir þeim sem hafa farið Innan Samfylkingarinnar ríkir þögn, eins og menn viti ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Sem þýðir ekki að menn séu ekki að ræða saman. Í ýmsum hópum á netinu. Vísir hefur heyrt í nokkrum Samfylkingarmönnum sem slá úr og í. Vilja ekkert láta hafa eftir sér. Einn sagði gremju ríkja vegna viðtalsins, að Kristrún hefið greinilega ekki verið búin að íhuga vel hvað hún vildi segja um þennan málaflokk en það versta væri eiginlega tímasetningin: Hún skar Bjarna úr snörunni. Hann hefði þurft að fá svigrúm til að skýra betur stöðu Sjálfstæðisflokksins. Nú væri þetta orðinn meginstraumur. Það vakti athygli þegar Sigrún Skaftadóttir sagði sig úr flokknum. Þó margir hafi viljað láta svo að þar væri um stórtíðindi að ræða gegnir Sigrún engri áhrifastöðu í Samfylkingunni. Og einnig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmaður Samfylkingar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ mótmælt. En mikið meira er það nú ekki. Ekki opinberlega en undir kraumar. Á skrifstofunni fást þær upplýsingar að engar úrsagnir hafi verið úr Samfylkingunni, inn og út og en það standi nákvæmlega á núlli. Félagar í flokknum vita ekki alveg hvað verður. Félagar í Samfylkingunni eru 15.925. Tvær skoðanakannanir hafa verið kynntar eftir téð hlaðvarpsviðtal við Kristrúnu sem eru af sitthvoru taginu. Gallup mælir stöðu flokkanna á lengra tímabili en samkvæmt könnun Maskínu höfðu orð Kristrúnar ekki neikvæð áhrif. Jóhann Páll stendur þétt við hlið síns formanns Hvað með þingflokkinn? Helga Vala Helgadóttir hætti á þingi og þó hún hafi aldrei viljað ræða það opinberlega hver raunverulega ástæðan hafi verið vilja margir ganga út frá því að hennar áherslur fari ekki saman við Kristrúnar, einkum og sér í lagi hvað varðar Evrópumálin sem Kristrún hefur sett upp á hillu. Og svo hælisleitendamálin. Jóhann Páll og Gunnar Smári sem hefur verið mjög áhugasamur um breytta stefnu Samfylkingarinnar í útlendingamálum.vísir/stefán Snær Í því sambandi má líta til þess sem Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar, sá sem sagður hefur verið hægri hönd Kristrúnar, sagði í ræðu 4. mars um þessi mál. Þar virðist mega greina þessa nýju stefnu Samfylkingarinnar með skýrum hætti. Hann er að tala um löggjafann og verndarkerfið, það regluverk og þá umgjörð sem við höfum komið okkur upp um alþjóðlega vernd. Fullveldisréttur okkar sem þjóðar sé að hafa stjórn á landamærum okkar. „Við viljum standa vörð um mannréttindi fólks og taka þeim opnum örmum sem sannarlega eru á flótta, en þá þurfum við líka að gæta þess að kerfin okkar standi undir verkefninu og kostnaður fari ekki úr böndunum. Þá þurfum við að horfast í augu við að fjöldi skiptir máli, að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum við getum tekið vel á móti á hverjum tíma.“ Oddný og Jóhann Páll fulltrúar ólíkra sjónarmiða Annað væri óábyrgt að mati Jóhanns Páls. „Við þurfum að gæta þess að bæði reglurnar sjálfar og framkvæmd reglnanna sé ekki algerlega úr takti við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur, að regluverkið og framkvæmd reglnanna sé ekki þannig að umsækjendur um alþjóðlega vernd leiti miklu frekar til Íslands en til annarra landa. Þannig hljóta ábyrgir stjórnmálamenn að nálgast verkefnið.“ Oddný Harðardóttir, kollegi Jóhanns Páls á þingi, er hins vegar á öndverðum meiði. Hún segir stefnuna ekki breytta. „Samfylkingin hefur ekki breytt um stefnu í málaflokknum því við ákveðum stefnuna á landsfundi. Og ef við ætlum að breyta henni þá gerum við það þar,“ segir Oddný. Og það sem meira er, hún segist ósammála Eiríki um að skýr stefnubreyting hefði átt sér stað í málaflokknum hjá Samfylkingunni. „Það er ekki þannig,“ segir hún. Oddný segir Samfylkinguna ekki vera að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. „Við eru með okkar eigin stefnu og hún er samþykkt á landsfundi.“
Fréttaskýringar Samfylkingin Innflytjendamál Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira