Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2024 07:54 Lögregla hefur sagt tugi hafa stöðu brotaþola í mansalsanga málsins. Starfsfólk Vy-þrifa hljóp á brott við matvælalager í Sóltúni í september þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti í óvænta heimsókn. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“ Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira