Forsendur krafna um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 18. mars 2024 10:01 Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður. Þess vegna verð ég að ítreka að ég er alls ekki á móti því að gerðar séu kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum – ég tel það sjálfsagt og eðlilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ástæðan fyrir því að ég andmælti væntanlegu frumvarpi var hins vegar sú að það tók ekki heildstætt á málinu – snerist um örlítið brot vinnumarkaðarins og var augljóslega sett fram sem liður í fordómafullri umræðu síðustu vikna um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Þegar kjarasamningar stóðu fyrir dyrum fyrir hálfu öðru ári, haustið 2022, setti ég fram þá hugmynd að verkalýðhreyfingin gerði kröfu um að erlent starfsfólk gæti stundað íslenskunám á vinnutíma. Þessi hugmynd mæltist vægast sagt illa fyrir hjá verkalýðsforystunni þrátt fyrir að ég benti á að þetta þyrfti ekki að bitna á kröfum hreyfingarinnar til viðsemjenda því að hægt væri að senda ríkinu reikninginn að miklu leyti – eins og gert var í nýafstöðnum samningum. Í þeim taldi ríkið tilvinnandi að leggja fram 20 milljarða á ári til að samningar næðust og ég tel að það hafi verið rétt mat – samningarnir koma láglaunafólki og barnafólki sérstaklega til góða og það er til mikils vinnandi fyrir ríkið að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði. En fyrst ríkið telur sig geta snarað út 20 milljörðum í samningana ætti það líka að geta lagt fram myndarlega upphæð til kennslu íslensku sem annars máls. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að gera auknar kröfur um íslenskukunnáttu í ýmsum störfum. Innflytjendur eiga það skilið að þetta sé gert, þótt ekki væri nema vegna framlags síns til hagvaxtar á Íslandi (hagvöxtur frá 2006-2021 var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19%). Íslendingar eiga það skilið, ekki síst eldra fólk sem hefur takmarkaða færni í ensku, að geta fengið afgreiðslu og þjónustu á opinberu tungumáli landsins. Ekki síst á íslenskan á það skilið að við sinnum henni og gerum sem flestum kleift að nota hana en fælum fólk ekki frá henni. Þetta kostar vissulega fé, en þótt ekki væri sett í það nema svona eins og tíundi hluti af því sem ríkið ætlar að verja í tengslum við kjarasamninga myndi það margborga sig á stuttum tíma. Atvinnurekendur fengju starfsfólk sem gæti sinnt fjölbreyttari störfum, félli betur inn í samfélagið og væri líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft yrði sveigjanlegra, gæti nýtt menntun sína betur, og yki möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið væri úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan gæti haldið áfram að vera burðarás samfélagsins, aðalsamskiptatungumálið í landinu og menningarleg kjölfesta okkar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun