Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 16:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þrálátlega orðuð við framboð til forseta Íslands þessa dagana. Hún hefur hvorki játað né neitað slíkum pælingum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fyrirspurnin kemur í framhaldi af fréttum af kaupum Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði í færslu á Facebook í gær að hún myndi ekki samþykkja kaup bankans á TM nema bankinn yrði seldur samhliða. Kristrún segir ríkisstjórnina virðast stjórnlausa og staðráðna í að læra ekkert af sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem leiddi meðal annars til afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Kristrún vísaði í færslu Þórdísar sem benti til að hún kæmi af fjöllum varðandi kaup Landsbankans á tryggingafélagi á meðan sölunni á Íslandsbanka er ekki lokið. „Stendur til að grípa inn í og stöðva þessi kaup Landsbankans á TM? Hvernig verður það þá gert? Eða verður farið í að einkavæða Landsbankann eins og hæstv. fjármálaráðherra er að kalla eftir?“ spurði Kristrún og beindi orðum sínum til Katrínar. Meiriháttar ákvörðun sem eigi að bera undir Bankasýsluna „Það er algerlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það liggur skýrt fyrir í eigendastefnu ríkisins að ekki eigi að horfa til þess fyrr en að lokinni sölu á Íslandsbanka. Það var það sem þessi ríkisstjórn ákvað og það er fullkominn skilningur á því að mín hreyfing hefur haft þá skýru sýn að ekki skuli selja hlut í Landsbankanum.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi sett eigendastefnu um að bera skuli meiriháttar ákvarðanir undir Bankasýslu ríkisins. „Mér er sagt að það hafi ekki verið gert í þessu máli. Auðvitað má deila um það hvort þetta telst meiri háttar mál en auðvitað er hin almenna reglan sú að viðskiptalegar ákvarðanir bankans eru ekki á borði fjármálaráðherra hverju sinni, en teljist þetta vera meiri háttar ákvörðun skuli bera hana undir Bankasýsluna.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í púlti á Alþingi.Vísir/ARnar Kristrún velti því fyrir sér hvort Katrín teldi ekkert tiltökumál að búið væri að ákveða að ríkisvæða stórt tryggingafyrirtæki. „Þessi sama ríkisstjórn ber fyrir sig að sala á eftirlifandi hlut í Íslandsbanka eigi að fjármagna til að mynda uppkaup á húsnæði frá Grindavík. Þetta er risastórt pólitískt mál. Síðan kemur 29 milljarða kr. verðmiði og það er ekki gerð nein athugasemd við það heldur talað um að Landsbankinn hafi einfaldlega litið fram hjá Bankasýslunni. Hver er ábyrgð ríkisstjórnarinnar í þessu máli? Hver er ábyrgð hæstv. fjármálaráðherra í þessu máli? Hefur þetta ekki verið rætt? Málið hefur verið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar Landsbankans í að verða 5–6 mánuði. Þetta er ekki almenn rekstrarleg ákvörðun sem snýr að ráðningu framkvæmdastjóra eða starfsfólks, þetta er risastórt inngrip á fjármálamarkaði, risastór breyting á eigendastefnu ríkisins,“ sagði Kristrúnu. Henni virtist sem Katrín ætlaði að koma sér undan því að svara málinu með því að segjast ekki hafa verið látin vita. Katrín svaraði og leiðrétti Kristrúnu. „Ég sagði ekkert um það að við hefðum ekki verið látin vita. Það sem ég var að upplýsa hv. þingmann um er að samkvæmt eigendastefnunni er gert ráð fyrir því að meiri háttar ákvarðanir skuli bornar undir Bankasýsluna sem fer með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það er hinn rétti ferill í þessum málum og það hefur ekki verið gert,“ sagði Katrín. Hún eldi um meiriháttar ákvörðun að ræða sem bera ætti undir Bankasýsluna. Almennt sé ekki gert ráð fyrir því að ráðherra hafi skoðun á einstökum viðskiptalegum ákvörðunum en í tilfelli meiri háttar ákvarðana eigi að bera þær undir Bankasýsluna. „Það er það sem ég tel víst að verði nú gert. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er Bankasýslan með þetta mál til skoðunar og við munum fá frekari fregnir af því, því að þetta er auðvitað stórmál hvað varðar það að fara inn á nýtt svið, tryggingar, þar sem skiptir máli að öllum ferlum sé fylgt eins og lögin gera ráð fyrir.“ Kaup Landsbankans á TM Alþingi Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. 18. mars 2024 09:55 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fyrirspurnin kemur í framhaldi af fréttum af kaupum Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði í færslu á Facebook í gær að hún myndi ekki samþykkja kaup bankans á TM nema bankinn yrði seldur samhliða. Kristrún segir ríkisstjórnina virðast stjórnlausa og staðráðna í að læra ekkert af sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem leiddi meðal annars til afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Kristrún vísaði í færslu Þórdísar sem benti til að hún kæmi af fjöllum varðandi kaup Landsbankans á tryggingafélagi á meðan sölunni á Íslandsbanka er ekki lokið. „Stendur til að grípa inn í og stöðva þessi kaup Landsbankans á TM? Hvernig verður það þá gert? Eða verður farið í að einkavæða Landsbankann eins og hæstv. fjármálaráðherra er að kalla eftir?“ spurði Kristrún og beindi orðum sínum til Katrínar. Meiriháttar ákvörðun sem eigi að bera undir Bankasýsluna „Það er algerlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það liggur skýrt fyrir í eigendastefnu ríkisins að ekki eigi að horfa til þess fyrr en að lokinni sölu á Íslandsbanka. Það var það sem þessi ríkisstjórn ákvað og það er fullkominn skilningur á því að mín hreyfing hefur haft þá skýru sýn að ekki skuli selja hlut í Landsbankanum.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi sett eigendastefnu um að bera skuli meiriháttar ákvarðanir undir Bankasýslu ríkisins. „Mér er sagt að það hafi ekki verið gert í þessu máli. Auðvitað má deila um það hvort þetta telst meiri háttar mál en auðvitað er hin almenna reglan sú að viðskiptalegar ákvarðanir bankans eru ekki á borði fjármálaráðherra hverju sinni, en teljist þetta vera meiri háttar ákvörðun skuli bera hana undir Bankasýsluna.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í púlti á Alþingi.Vísir/ARnar Kristrún velti því fyrir sér hvort Katrín teldi ekkert tiltökumál að búið væri að ákveða að ríkisvæða stórt tryggingafyrirtæki. „Þessi sama ríkisstjórn ber fyrir sig að sala á eftirlifandi hlut í Íslandsbanka eigi að fjármagna til að mynda uppkaup á húsnæði frá Grindavík. Þetta er risastórt pólitískt mál. Síðan kemur 29 milljarða kr. verðmiði og það er ekki gerð nein athugasemd við það heldur talað um að Landsbankinn hafi einfaldlega litið fram hjá Bankasýslunni. Hver er ábyrgð ríkisstjórnarinnar í þessu máli? Hver er ábyrgð hæstv. fjármálaráðherra í þessu máli? Hefur þetta ekki verið rætt? Málið hefur verið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar Landsbankans í að verða 5–6 mánuði. Þetta er ekki almenn rekstrarleg ákvörðun sem snýr að ráðningu framkvæmdastjóra eða starfsfólks, þetta er risastórt inngrip á fjármálamarkaði, risastór breyting á eigendastefnu ríkisins,“ sagði Kristrúnu. Henni virtist sem Katrín ætlaði að koma sér undan því að svara málinu með því að segjast ekki hafa verið látin vita. Katrín svaraði og leiðrétti Kristrúnu. „Ég sagði ekkert um það að við hefðum ekki verið látin vita. Það sem ég var að upplýsa hv. þingmann um er að samkvæmt eigendastefnunni er gert ráð fyrir því að meiri háttar ákvarðanir skuli bornar undir Bankasýsluna sem fer með hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það er hinn rétti ferill í þessum málum og það hefur ekki verið gert,“ sagði Katrín. Hún eldi um meiriháttar ákvörðun að ræða sem bera ætti undir Bankasýsluna. Almennt sé ekki gert ráð fyrir því að ráðherra hafi skoðun á einstökum viðskiptalegum ákvörðunum en í tilfelli meiri háttar ákvarðana eigi að bera þær undir Bankasýsluna. „Það er það sem ég tel víst að verði nú gert. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er Bankasýslan með þetta mál til skoðunar og við munum fá frekari fregnir af því, því að þetta er auðvitað stórmál hvað varðar það að fara inn á nýtt svið, tryggingar, þar sem skiptir máli að öllum ferlum sé fylgt eins og lögin gera ráð fyrir.“
Kaup Landsbankans á TM Alþingi Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. 18. mars 2024 09:55 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58
Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. 18. mars 2024 09:55
Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48