Kosningaóreiða RÚV, opið bréf til stjórnar Ríkisútvarpsins Benedikta Guðrún Svavarsdottir skrifar 19. mars 2024 10:30 Ágæta stjórn Ríkisútvarpsins, Hópur sem telur tólf hundruð manns hefur rannsakað og tekið saman vafaatriði vegna símakosningarinnar í Söngvakeppninni 2. mars 2024. Við sendum stjórninni fyrstu samantekt okkar þann 8. mars s.l. og höfum sömuleiðis sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir hópinn. Með þessu bréfi vill hópurinn ítreka að jafnræðisregla var brotin í símakosningu Söngvakeppninnar. Útvarpsstjóri hefur reynt að varpa ábyrgð RÚV yfir á kjósendur í keppninni og er mikilvægt að það sé leiðrétt. Útvarpsstjóri fer ranglega með staðreyndir um ruslmerkingu símanúmers Útvarpsstjóri hefur svarað einfaldri spurningu um greinilega ruslmerkingu símanúmers eins keppanda ítrekað með röngum fullyrðingum. Sagði hann það aðeins eiga við Samsung síma og ákveðið varnar forrit í þeim, vandamálið sé því á ábyrgð notenda símanna en ekki RÚV. Þetta stenst ekki og er augljóst öllum sem málið skoða af alvöru. Ruslmerking var viðvarandi á númeri 900 9904, sbr. skjal yfir villumeldingar sem sent var í síðustu viku. Ruslmerking kom fram í iPhone jafnt sem Samsung símum. Þetta snýst því ekki um lélega virkni forritsins eins og útvarpsstjóri hefur haldið fram. Það er nefnilega eiganda símanúmers í svona stórum viðburði, í þessu tilviki RÚV, að prófa öll númerin og sjá til þess að skráning sé þannig í viðeigandi kerfum að þau fái ekki flöggun, séu „köld” (þ.e. hafi ekki verið notuð nýlega í magnúthringingar). Það er líka RÚV að tilkynna strax í útsendingunni ef villa finnst. Það er eðlilegur hluti af eftirliti með símakosningu. Vönduð framkvæmd almanna kosninga af þessu tagi ætti ekki að mismuna þátttakendum eftir tegund síma sem þeir nota og því er með ólíkindum að útvarpsstjóri beri slíkt fyrir sig. Þetta sýnir að þessi kosning sé alls ekki hafin yfir vafa þar sem keppendur stóðu ekki jafnfætis. Það er því algjörlega óviðunandi að útvarpsstjóri verji stofnunina með röngum fullyrðingum. Gallar við símakosningu Það hefur komið í ljós, núna tæpum tveim vikum eftir kosninguna, að fólk hefur verið rukkað fyrir færri atkvæði en það hringdi inn. Þessir sömu aðilar eru með skjáskot af þeim símhringingum sem fóru í gegn en á reikningi frá símafyrirtæki eru ýmist gjaldfærð færri atkvæði eða að engin rukkun hefur borist. Í einu tilfelli voru handfærð inn aukalega 18 skipti þegar viðkomandi sendi inn sönnun þess að hafa hringt inn tuttugu sinnum en ekki tvisvar sinnum eins og gjaldfærsla sýndi sjö dögum eftir kosninguna. Fólk hefur fengið app pakkana sína endurgreidda án nokkurrar ástæðu. Þá hefur fólk verið rukkað fyrir of marga app pakka eða innhringingar. Því hefur hvorki verið svarað hvers vegna “auto max purchase” stilling var ekki virk í kosningunni né hvaða kerfi var notað til að tryggja að umfram atkvæði færu ekki í gegn. Margt bendir til þess að símakosningin sé eitt stórt klúður. Lagahöfundur sigurlagsins er því sammála og mun því ekki fylgja laginu í keppnina. Það er greinilegt að lagahöfundur hefur verið beittur þrýstingi og gefið RÚV eftir að fara með lagið í keppnina þrátt fyrir skýra afstöðu gegn því. Stjórn RÚV ber að skoða hvers vegna slíkum þrýstingi var beitt en aðrir kostir ekki skoðaðir. Í þessari stöðu sem kom upp voru tveir góðir kostir: a) að senda ekkert lag út eftir umdeildasta aðdraganda í sögu keppninnar, b) að ógilda gallaða símakosningu og fylgja fordæmi Norðmanna sem í svipuðum sporum létu dómarakosningu ráða úrslitum. Íhlutun starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins ekki í samræmi við siðareglur Þá skal á það bent að framferði starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins, sem hefur verið opinberað, braut í bága við siðareglur EBU. Reglurnar eru í viðhengi. Það er gagnrýnivert að útvarpsstjóri og RÚV komi sér hjá því að taka afstöðu varðandi þessa íhlutun. Réttlæti og jafnræði Stórum hópi kjósenda í Söngvakeppninni er algjörlega misboðið hvernig RÚV hefur spilað úr þeim aðstæðum sem upp komu í kjölfar keppninnar. Það er mikilvægt fyrir trúverðugleika stofnunarinnar að óháð, vönduð og gagnsæ rannsókn verði gerð svo traust geti skapast á ný. Jafnræðisreglan er ein af hornsteinum lýðræðisins en hana er að finna í 65. gr. Stjórnarskrárinnar: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Þá segir í 2. mgr. 3.gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, að RÚV skuli sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Einnig kemur fram að RÚV sé þjóðarmiðill og skuli rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Framganga RÚV í þessu máli hefur því miður ekki verið í samræmi við þessar grundvallarreglur sem gilda um starfsemi þess. Við teljum okkur tala fyrir meirihluta þjóðarinnar þegar við höldum því fram að kosning sem þjóðin tekur þátt í eigi alltaf að vera hafin yfir vafa og telur það ekki ásættanlega niðurstöðu að „læra eigi af slíkum mistökum til framtíðar”. Með vinsemd og virðingu, Fyrir hönd hópsins Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ágæta stjórn Ríkisútvarpsins, Hópur sem telur tólf hundruð manns hefur rannsakað og tekið saman vafaatriði vegna símakosningarinnar í Söngvakeppninni 2. mars 2024. Við sendum stjórninni fyrstu samantekt okkar þann 8. mars s.l. og höfum sömuleiðis sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir hópinn. Með þessu bréfi vill hópurinn ítreka að jafnræðisregla var brotin í símakosningu Söngvakeppninnar. Útvarpsstjóri hefur reynt að varpa ábyrgð RÚV yfir á kjósendur í keppninni og er mikilvægt að það sé leiðrétt. Útvarpsstjóri fer ranglega með staðreyndir um ruslmerkingu símanúmers Útvarpsstjóri hefur svarað einfaldri spurningu um greinilega ruslmerkingu símanúmers eins keppanda ítrekað með röngum fullyrðingum. Sagði hann það aðeins eiga við Samsung síma og ákveðið varnar forrit í þeim, vandamálið sé því á ábyrgð notenda símanna en ekki RÚV. Þetta stenst ekki og er augljóst öllum sem málið skoða af alvöru. Ruslmerking var viðvarandi á númeri 900 9904, sbr. skjal yfir villumeldingar sem sent var í síðustu viku. Ruslmerking kom fram í iPhone jafnt sem Samsung símum. Þetta snýst því ekki um lélega virkni forritsins eins og útvarpsstjóri hefur haldið fram. Það er nefnilega eiganda símanúmers í svona stórum viðburði, í þessu tilviki RÚV, að prófa öll númerin og sjá til þess að skráning sé þannig í viðeigandi kerfum að þau fái ekki flöggun, séu „köld” (þ.e. hafi ekki verið notuð nýlega í magnúthringingar). Það er líka RÚV að tilkynna strax í útsendingunni ef villa finnst. Það er eðlilegur hluti af eftirliti með símakosningu. Vönduð framkvæmd almanna kosninga af þessu tagi ætti ekki að mismuna þátttakendum eftir tegund síma sem þeir nota og því er með ólíkindum að útvarpsstjóri beri slíkt fyrir sig. Þetta sýnir að þessi kosning sé alls ekki hafin yfir vafa þar sem keppendur stóðu ekki jafnfætis. Það er því algjörlega óviðunandi að útvarpsstjóri verji stofnunina með röngum fullyrðingum. Gallar við símakosningu Það hefur komið í ljós, núna tæpum tveim vikum eftir kosninguna, að fólk hefur verið rukkað fyrir færri atkvæði en það hringdi inn. Þessir sömu aðilar eru með skjáskot af þeim símhringingum sem fóru í gegn en á reikningi frá símafyrirtæki eru ýmist gjaldfærð færri atkvæði eða að engin rukkun hefur borist. Í einu tilfelli voru handfærð inn aukalega 18 skipti þegar viðkomandi sendi inn sönnun þess að hafa hringt inn tuttugu sinnum en ekki tvisvar sinnum eins og gjaldfærsla sýndi sjö dögum eftir kosninguna. Fólk hefur fengið app pakkana sína endurgreidda án nokkurrar ástæðu. Þá hefur fólk verið rukkað fyrir of marga app pakka eða innhringingar. Því hefur hvorki verið svarað hvers vegna “auto max purchase” stilling var ekki virk í kosningunni né hvaða kerfi var notað til að tryggja að umfram atkvæði færu ekki í gegn. Margt bendir til þess að símakosningin sé eitt stórt klúður. Lagahöfundur sigurlagsins er því sammála og mun því ekki fylgja laginu í keppnina. Það er greinilegt að lagahöfundur hefur verið beittur þrýstingi og gefið RÚV eftir að fara með lagið í keppnina þrátt fyrir skýra afstöðu gegn því. Stjórn RÚV ber að skoða hvers vegna slíkum þrýstingi var beitt en aðrir kostir ekki skoðaðir. Í þessari stöðu sem kom upp voru tveir góðir kostir: a) að senda ekkert lag út eftir umdeildasta aðdraganda í sögu keppninnar, b) að ógilda gallaða símakosningu og fylgja fordæmi Norðmanna sem í svipuðum sporum létu dómarakosningu ráða úrslitum. Íhlutun starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins ekki í samræmi við siðareglur Þá skal á það bent að framferði starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins, sem hefur verið opinberað, braut í bága við siðareglur EBU. Reglurnar eru í viðhengi. Það er gagnrýnivert að útvarpsstjóri og RÚV komi sér hjá því að taka afstöðu varðandi þessa íhlutun. Réttlæti og jafnræði Stórum hópi kjósenda í Söngvakeppninni er algjörlega misboðið hvernig RÚV hefur spilað úr þeim aðstæðum sem upp komu í kjölfar keppninnar. Það er mikilvægt fyrir trúverðugleika stofnunarinnar að óháð, vönduð og gagnsæ rannsókn verði gerð svo traust geti skapast á ný. Jafnræðisreglan er ein af hornsteinum lýðræðisins en hana er að finna í 65. gr. Stjórnarskrárinnar: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Þá segir í 2. mgr. 3.gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, að RÚV skuli sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Einnig kemur fram að RÚV sé þjóðarmiðill og skuli rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Framganga RÚV í þessu máli hefur því miður ekki verið í samræmi við þessar grundvallarreglur sem gilda um starfsemi þess. Við teljum okkur tala fyrir meirihluta þjóðarinnar þegar við höldum því fram að kosning sem þjóðin tekur þátt í eigi alltaf að vera hafin yfir vafa og telur það ekki ásættanlega niðurstöðu að „læra eigi af slíkum mistökum til framtíðar”. Með vinsemd og virðingu, Fyrir hönd hópsins Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun