Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:09 Steinunn Björnsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira