Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mynda meirihluta Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 17:59 Jón Björn Hákonarson, til vinstri, og Ragnar Sigurðsson við undirritun málefnasamnings í dag. Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Meirihlutinn samanstendur af sjö af níu bæjarfulltrúum. Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í tilkynningu um samstarfið segir að í því verði horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu geti Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri. Þá muni flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar séu til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfi til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Fækka nefndum og nefndarmönnum Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð sé metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsi hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Við upphaf samstarfsins verði nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verði sameinaðar í eina fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins. Jóna Árný Þórðardóttir muni sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins forseti bæjarstjórnar. Framsóknarflokkurinn muni fara með formennsku í stjórn menningarstofu og skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fari með formennsku í hafnarstjórn og fjölskyldunefnd. Slitnaði upp úr fyrri meirihluta vegna skólamála Sem áður segir fer nýr meirihluti með mikinn meirihluta bæjarstjórnarstóla. Eftir kosningar árið 2022 mynduðu Framsóknarflokkur, með þrjá bæjarfulltrúa, og Fjarðarlistinn, með tvo, eins manns meirihluta. Upp úr því samstarfi slitnaði þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins.
Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 28. febrúar 2024 11:45