Utan vallar: Fjarvera Sigtryggs Arnars stór hluti af vandamálum Stólanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 13:31 Það er erfitt að halda því fram að Sigtryggur Arnar Björnsson sé ekki einn allra mikilvægasti leikmaður Tindastólsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Tindastólsmenn komust sannfærandi í bikarúrslitaleikinn í gær með því að vinna átján stiga sigur á Álftanesi í Laugardalshöllinni. Stuðningsmenn Stólanna gátu því fagnað vel í leikslok en kannski mest yfir því að Sigtryggur Arnar Björnsson var kominn aftur í búning og aftur í gírinn. Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda. Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda.
Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira