Dagur Norðurlandanna – fögnum mergjuðum árangri! Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifa 21. mars 2024 08:00 Norrænt samstarf er alveg magnað fyrirbæri. Við tökum því flest sem sjálfsögðu og gefnu og tölum nánast aldrei um það. Það bara er þarna og það er gott. Soldið eins og amma eða afi. Og sannarlega er það gott og gengur að mörgu leyti vel, svo engann þarf að undra að stuðningur almennings sé nær órofa, í öllum þeim átta löndum sem að því koma. Ekkert alþjóðlegt samstarf nýtur í raun meiri stuðning i veröldinni og víða um heim horfa þjóðir öfundaraugum til Norðurlandanna að þessu leyti. Norræna fjölskyldan Það er heldur ekkert smá afrek að hafa á nokkrum mannsöldrum, náð að færa þessar átta þjóðir saman í eina fjölskyldu, þjóðir sem áður bárust á banaspjótum, rændu og ruppluðu, kúguðu og misnotuðu og háðu stríð hver við aðra, oftar en nokkrar aðrar grannþjóðir í veröldinni. Það eru vissulega meira en tvö hundruð ár síðan vopnum var síðast beitt í erjum þessarar þjóða, en alla síðustu öld hafa þær staðið í margskonar átökum hver við aðra, ekki síst tengdum sjálfstæðiskröfum og sjálfsstjórn – og standa þau átök í raun enn innan norrænu fjölskyldunnar. Vegna norræns samstarfs og hugsjónarinnar um vinarþel og samstöðu þessara átta þjóða, hefur okkur auðnast að vinna úr okkar málum, betur en flestar aðrar þjóðir í svipaðri stöðu. Hörmungarnar sem við fylgjumst nú með í Palestínu og Úkraínu eru m.a. til vitnis um það. Samfélög í forystu Ávinningurinn af norrænu samstarfi verður seint ofmetinn. Eftir að samstarf Norðurlandanna hófst fyrir alvöru hafa þau verið nánast samstíga í allri samfélagsþróun. Hvort sem er horft er til efnahaglegs vaxtar, uppbyggingu innviða, mannréttinda, félagsleg réttlætis, öryggis borgaranna eða trausts eru norrænu samfélögin í forystu á heimsvísu. Árangurinn er í raun lyginni líkastur. Meira norrænt samstarf Á degi Norðurlandanna er okkur öllum hollt að hugsa hlýtt til norræns samstarfs. Auðvitað ættum við að gera það á hverjum degi og leggja okkar af mörkum til að hlúa að því og efla. Norrænt samstarf og allur þess ávinningur er enda hvorki gefið né sjálfsagt og nú er það í okkar höndum að ákveða framhaldið. Viljum við byggja á ótrúlegum árangri liðinna áratuga og stíga enn frekari skref með okkar norrænu fjölskyldu eða sjá menn aðrar heillavænlegri leiðir? Í mínum huga og Norræna félagsins er svarið skýrt. Við þurfum mun meira norrænt samstarf og róttæk skref í samþættingu norrænu landanna. Eigi markmið norrænu ríkjanna um að Norðurlöndin verða samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, er sannarlega ekki eftir neinu að bíða. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins.Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir varaformaður Norræna félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Norrænt samstarf er alveg magnað fyrirbæri. Við tökum því flest sem sjálfsögðu og gefnu og tölum nánast aldrei um það. Það bara er þarna og það er gott. Soldið eins og amma eða afi. Og sannarlega er það gott og gengur að mörgu leyti vel, svo engann þarf að undra að stuðningur almennings sé nær órofa, í öllum þeim átta löndum sem að því koma. Ekkert alþjóðlegt samstarf nýtur í raun meiri stuðning i veröldinni og víða um heim horfa þjóðir öfundaraugum til Norðurlandanna að þessu leyti. Norræna fjölskyldan Það er heldur ekkert smá afrek að hafa á nokkrum mannsöldrum, náð að færa þessar átta þjóðir saman í eina fjölskyldu, þjóðir sem áður bárust á banaspjótum, rændu og ruppluðu, kúguðu og misnotuðu og háðu stríð hver við aðra, oftar en nokkrar aðrar grannþjóðir í veröldinni. Það eru vissulega meira en tvö hundruð ár síðan vopnum var síðast beitt í erjum þessarar þjóða, en alla síðustu öld hafa þær staðið í margskonar átökum hver við aðra, ekki síst tengdum sjálfstæðiskröfum og sjálfsstjórn – og standa þau átök í raun enn innan norrænu fjölskyldunnar. Vegna norræns samstarfs og hugsjónarinnar um vinarþel og samstöðu þessara átta þjóða, hefur okkur auðnast að vinna úr okkar málum, betur en flestar aðrar þjóðir í svipaðri stöðu. Hörmungarnar sem við fylgjumst nú með í Palestínu og Úkraínu eru m.a. til vitnis um það. Samfélög í forystu Ávinningurinn af norrænu samstarfi verður seint ofmetinn. Eftir að samstarf Norðurlandanna hófst fyrir alvöru hafa þau verið nánast samstíga í allri samfélagsþróun. Hvort sem er horft er til efnahaglegs vaxtar, uppbyggingu innviða, mannréttinda, félagsleg réttlætis, öryggis borgaranna eða trausts eru norrænu samfélögin í forystu á heimsvísu. Árangurinn er í raun lyginni líkastur. Meira norrænt samstarf Á degi Norðurlandanna er okkur öllum hollt að hugsa hlýtt til norræns samstarfs. Auðvitað ættum við að gera það á hverjum degi og leggja okkar af mörkum til að hlúa að því og efla. Norrænt samstarf og allur þess ávinningur er enda hvorki gefið né sjálfsagt og nú er það í okkar höndum að ákveða framhaldið. Viljum við byggja á ótrúlegum árangri liðinna áratuga og stíga enn frekari skref með okkar norrænu fjölskyldu eða sjá menn aðrar heillavænlegri leiðir? Í mínum huga og Norræna félagsins er svarið skýrt. Við þurfum mun meira norrænt samstarf og róttæk skref í samþættingu norrænu landanna. Eigi markmið norrænu ríkjanna um að Norðurlöndin verða samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, er sannarlega ekki eftir neinu að bíða. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins.Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir varaformaður Norræna félagsins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun