Næstbestur í heimi í CrossFit Open en ætlar að fella risann af stallinum í haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 10:30 Breki Þórðarson hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil í haust. @brekibjola Íslenski CrossFit kappinn Breki Þórðarson fagnar góðum árangri sínum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola) CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola)
CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira