Ekki brennimerkja börn! Viðar Eggertsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun