Geðlæknir á grensunni – hvað gerir landlæknir? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun