„Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 20:45 Sverrir Ingi er klár í slaginn. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar. Það verða vel yfir 30 þúsund manns á leiknum en þó aðeins um fimm hundruð Íslendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður landsliðsins, hefur þó fulla trú á að þeir 500 Íslendingar sem mæti láti vel í sér heyra. „Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira