Svona verður EM hjá Íslandi vinnist leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 08:00 Það var gaman hjá íslenska landsliðinu á síðasta Evrópumóti sumarið 2016 og draumur um annað EM gæti orðið að veruleika í kvöld. EPA/GEORGI LICOVSKI Íslenskir aðdáendur geta byrjað strax að plana ferð til Þýskalands og að finna gistingu í München, Düsseldorf og Stuttgart vinni strákarnir okkar Úkraínu í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einum sigri frá sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það óvenjulega við það er að strákarnir okkar vita nákvæmlega hvað bíður þeirra vinnist leikurinn við Úkraínu í kvöld. Það er nefnilega búið að draga í riðla og stilla öllu Evrópumótinu upp enda aðeins nokkrir mánuðir í fyrsta leik. Það lið sem vinnur leik Íslands og Úkraínu í kvöld lendir í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Toughest group?#EURO2024 pic.twitter.com/LYCznY09vH— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 3, 2023 Fyrsti leikur þess liðs fer fram á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Leikurinn er á móti Rúmeníu 17. júní og verður spilaður á sjálfum Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Næsti leikur er fjórum dögum seinna, 21. júní, á móti Slóvakíu en sá leikur er spilaður á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf. Sá leikvangur hýsti einmitt leiki í úrslitakeppni EM í handbolta í janúar. Lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti Belgíu á MHPArena í Stuttgart 26. júní. Liðið fær því einn dag auka til að jafna sig á milli leikja. Við Íslendingar þekkjum þennan leikvang kannski mest sem Neckarstadion en þar réði Ásgeir Sigurvinsson ríkjum á níunda áratugnum og vann þýska meistaratitilinn vorið 1984. Tvö efstu liðin í riðlinum vita hvar þau spila í sextán liða úrslitunum en svo gæti líka farið að liðið í þriðja sæti fari áfram. Það kemur ekki ljós fyrr en allir leikir hafa spilast. Sigurvegari riðilsins spilar á Allianz Arena í München en liðið í öðru sæti á leik í Düsseldorf. Stuttgart, 22 March Munich, 14 May Fans across Germany's 10 host cities will get a chance to see the Henri Delaunay Cup up close with the #EURO2024 Trophy Tour More details — UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 13, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einum sigri frá sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það óvenjulega við það er að strákarnir okkar vita nákvæmlega hvað bíður þeirra vinnist leikurinn við Úkraínu í kvöld. Það er nefnilega búið að draga í riðla og stilla öllu Evrópumótinu upp enda aðeins nokkrir mánuðir í fyrsta leik. Það lið sem vinnur leik Íslands og Úkraínu í kvöld lendir í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Toughest group?#EURO2024 pic.twitter.com/LYCznY09vH— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 3, 2023 Fyrsti leikur þess liðs fer fram á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Leikurinn er á móti Rúmeníu 17. júní og verður spilaður á sjálfum Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Næsti leikur er fjórum dögum seinna, 21. júní, á móti Slóvakíu en sá leikur er spilaður á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf. Sá leikvangur hýsti einmitt leiki í úrslitakeppni EM í handbolta í janúar. Lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti Belgíu á MHPArena í Stuttgart 26. júní. Liðið fær því einn dag auka til að jafna sig á milli leikja. Við Íslendingar þekkjum þennan leikvang kannski mest sem Neckarstadion en þar réði Ásgeir Sigurvinsson ríkjum á níunda áratugnum og vann þýska meistaratitilinn vorið 1984. Tvö efstu liðin í riðlinum vita hvar þau spila í sextán liða úrslitunum en svo gæti líka farið að liðið í þriðja sæti fari áfram. Það kemur ekki ljós fyrr en allir leikir hafa spilast. Sigurvegari riðilsins spilar á Allianz Arena í München en liðið í öðru sæti á leik í Düsseldorf. Stuttgart, 22 March Munich, 14 May Fans across Germany's 10 host cities will get a chance to see the Henri Delaunay Cup up close with the #EURO2024 Trophy Tour More details — UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 13, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira