Stjórnmálin koma okkur öllum við Arnar Freyr Sigurðsson skrifar 26. mars 2024 16:00 Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar