Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2024 16:01 Hera Björk segir að henni hafi verið gerðar upp skoðanir, henni þyki framkoma Ísrael í garð Palestínu hræðileg og til skammar. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“ Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira