„Hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 17:49 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðuna gegn FJölni Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Fjölni í Dalhúsum 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að liðið er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit. „Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
„Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira