„Svona leikir eru leikir andans“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2024 21:16 Kjartan Atli var líflegur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Vilhelm Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi. „Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira