Segir peningaverðlaun á ÓL vera andstæð Ólympíuandanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 16:01 Jamaísku spretthlauparnir Elaine Thompson-Herah og Shelly-Ann Fraser-Pryce fagna gulli sem þær unnu á síðustu Ólympíuleikum. Getty/Tim Clayton Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að borga gullverðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í París í sumar í peningum og þeim þykir heiðurinn eða gullverðlaunin ekki vera nóg. Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira