Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga Ólafur Stephensen skrifar 18. apríl 2024 11:00 Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar