Bað Caitlin Clark afsökunar á karlrembunni í sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 08:00 Caitlin Clark sendi hjarta til fjölskyldu sinnar eftir einn leikinn hjá Iowa skólanum. Getty/David K Purdy Blaðamaður í nýrri heimaborg körfuboltastjörnunnar Caitlin Clark hefur beðist afsökunar á hátterni sínu og segir hegðun sína á fyrsta blaðamannafundi körfuboltakonunnar hafa verið heimskulega. Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024 WNBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024
WNBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira