„Rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 10:31 Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Getty/ Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson framlengdi samning sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í vikunni. Hann var orðaður við störf í Skandinavíu í vetur en er spenntari fyrir komandi verkefnum í Laugardalnum. Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira