Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 20:31 Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira