Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 14:19 Brynjar Karl ræðir við leikmenn sína í leikhléi í leik liðanna í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þá gátu KR-ingar tryggt sæti sitt í efstu deild með sigri. Aþenustelpur sáu til þess að svo varð ekki með góðum sigri. vísir/Hulda margrét Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Saga félaganna er ólík. Aþena er nýlegt félag Brynjars Karls sem hefur vakið athygli fyrir öðruvísi þjálfunaraðferðir á undanförnum árum. KR fagnar 125 ára afmæli á árinu og þykir mörgum vesturbæingnum dapurt að kvennalið félagsins sé ekki í efstu deild. Tækifæri er til að bæta úr því í ár eins og karlaliðinu tókst á dögunum eftir fall úr deild þeirra bestu í fyrra. Aþena og KR hafa mæst fjórum sinnum í einvíginu. Liðin hafa bæði unnið heimaleiki sína en sigur KR í fjórða leik liðanna kom mörgum á óvart. Þá sérstaklega hve mikill munurinn var í leiksklok eða 27 stig. Tveir mikilvægir leikmenn KR, nöfnurnar Anna María Magnúsdóttir og Anna Margrét Hermannsdóttir, heltust úr lestinni vegna meiðsla fyrir leikinn. Það sem spilaði líklega stóran þátt í yfirburðum KR í leiknum var fjarvera lykilleikmanns Aþenu, sem þó glímdi ekki við meiðsli. Anna María Magnúsdóttir slasaðist á fæti og hefur ekki spilað í tveimur síðustu leikjunum gegn Aþenu vegna meiðslanna.Vísir/Hulda Margrét Hin bandaríska Sianni Martin hefur verið í lykilhlutverki í liði Aþenu í vetur og átt margan stórleikinn, meðal annars gegn svörtum og hvítum KR-ingum. Hún kom ekkert við sögu í tapinu á Meistaravöllum á fimmtudagskvöldið. Sat á bekknum súr á svip. Þegar iðkendur spurðu Martin eftir leik hvers vegna hún hefði ekki spilað var svarið: „Spurðu þjálfarann“. Leikir háðir áður en þeir byrja Brynjar Karl er umræddur þjálfari sem flestir almennir íþróttaáhugamenn þekkja úr heimildarmyndinni Hækkum rána. Þar sagði frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls sem vildu fá að spreyta sig gegn strákum. Frægt augnablik í myndinni var þegar stúlkurnar skiluðu verðlaunapeningum sínum fyrir sigur á Íslandsmótinu. Myndin vakti mikla athygli og skapaði töluverða umræðu. Í dag er Brynjar þjálfari Aþenu sem heldur ekki aðeins úti meistaraflokki heldur einnig yngri flokkum. Mikil stemmning hefur verið í félaginu í vetur og spenna meðal stuðningsmanna að slá KR úr leik á fimmtudagskvöldið. Sá draumur lifir fyrir leik kvöldsins. Brynjar Karl var sultuslakur eftir tapið gegn KR þegar blaðamaður ræddi við hann. Hann var þá nýbúinn að taka í spaðann á stuðningsmönnum félagsins í stúkunni og ræða stuttlega við. Blaðamaður spurði Brynjar Karl hvort hann vissi hvað hefði eiginlega gerst og hann svaraði játandi. „Þetta er bara uppsöfnuð aðlögun að spila körfubolta,“ sagði Brynjar Karl. Blaðamaður spurði hann nánar út í það. „Allir leikir eru eiginlega háðir áður en þeir byrja. The battle is won or lost before it's fought,“ sagði Brynjar. Leikurinn hefði tapast áður en hann hófst. „Það skapast ákveðnar aðstæður að liðið performar eins og það performar. Þetta er bara heldjúpur pakki, þjálfun.“ Foreldrum ofbýður Brynjar Karl er verulega líflegur þjálfari ef svo má segja. Hann lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni og beinir helst athugasemdum til eigin leikmanna, og sparar ekki stóru orðin. Dæmi eru um að foreldrar leikmanna hafi brugðist illa við skömmunum. Raunar segir Brynjar Karl leikmenn sína ekki eiga erfitt með að hlusta á skammir sínar. Það séu foreldrarnir sem séu viðkæmastir hvað það varðar. Brynjar Karl reynir því að bregðast við aðstæðum þegar leikur er hafinn, þótt hann sé að stórum leyti unninn eða tapaður að hans sögn áður en hann hefst. Brynjar Karl segist ekkert reyna að bregðast við aðstæðum. Hann bregðist við aðstæðum. Það hafi þó ekki dugað til í leiknum á fimmtudag. „Nei greinilega ekki.“ Lykilmaður í kuldanum Önnur heimildarmynd er í bígerð um ferðalag Brynjars og Aþenu. Myndatökumaður fylgir Brynjari og stelpunum eftir hvert fótmál. Sú kenning kom upp í stúkunni á fimmtudaginn að Brynjar Karl vildi mögulega tapa leiknum. Fá fimmta leikinn, á heimavelli, gegn KR og sigur í leik þar sem allt væri undir. Það væri flott móment fyrir heimildarmyndina. Brynjar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Brynjar Karl blés á þær pælingar. „Ég er bara ekkert að pæla í þessari úrslitakeppni. Það er það síðasta sem ég er að hugsa. Þetta er bara leikur í dag og svo er leikur á sunnudag. Ég er bara með lið sem er rosalega erfitt að mæta með til að vinna leiki. Við erum bara að bæta okkur í körfubolta. Þetta eru bara ungar stelpur. Það hefur gengið erfiðlega að manna liðið, það hefur verið það í gegnum tíðina. Við þurfum að substituta liðið með leikmönnum sem eru að detta inn í þennan strúktúr sem er aðeins öðruvísi. Fattarðu mig?“ spyr Brynjar Karl. Sienna Martin í baráttu við Önnu Maríu Magnúsdóttur.Vísir/Hulda Margrét En af hverju spilaði Sianna Martin ekkert í leiknum? Er hún meidd? „Nei. Nei hún er ekki meidd,“ sagði Brynjar Karl. Aðspurður hvers vegna hún spilaði ekki sagðist Brynjar þurfa heila blaðaopnu til að útskýra það. Hann vildi ekki svara því til hvort um ósætti væri að ræða þeirra á milli. „No comment,“ sagði Brynjar Karl. Hann sagðist enn fremur ekki vita hvort hún myndi spila í fimmta leik liðanna í kvöld. Slétt sama um úrslitin Samkvæmt heimildum fréttastofu gekk Sianna Martin heil til skógar fyrir leikinn. Brynjar Karl spilaði henni ekki vegna framkomu hennar. Hvort þau hafi leyst úr þeirri deilu sinni verður að koma í ljós í Austurberginu í kvöld. Spennan fyrir kvöldinu í Austurbergi er afar mikil.Vísir/Hulda Margrét Brynjar var að lokum spurður hvort honum væri alveg sama hvort fimmti leikurinn myndi vinnast eða tapast. Svarið var einfalt, já. „Við þurfum að spila betur. Verða góðar í körfubolta. Svo bara sjáum við hvað kemur upp úr kössunum. Ég er með fullt af ungum stelpum sem eru að gera þetta í fyrsta skipti. Mér finnst við ekkert vera ready að mæta hingað og ætla að vinna með fullt af opnum holum í developmenti sem karakterar og leikmenn. Það er það sem mér finnst skemmtilegast,“ segir Brynjar Karl. Ástæður til að styðja Aþenu Þótt Brynjari sé sama um úrslitin í kvöld, eða var það allavega í viðtalinu á fimmtudaginn, hefur hann hvatt fólk til að mæta á völlinn og styðja við Aþenu í baráttunni um sæti í úrvalsdeild. Hann hefur talað um félagið KR sem risaeðlu í því samhengi. Hann nefndi í Facebook-færslu á dögunum níu ástæður fyrir því að mæta og hvetja Aþenu til sigurs: Þú heillast af sögum um „underdogs“ Þú dáist að „Girl Power“ pönkinu á klúbbnum. Þú telur þig vera sannan Breiðhylting og vilt styðja lið í gamla - hverfinu til afreka. Þú ert útlendingur og fílar að flestar stúlkurnar í Aþenu hafa erlend eftirnöfn. Þú ert Íslendingur og fílar að flestar stúlkurnar í Aþenu hafa erlend eftirnöfn. Þú tapaðir alltaf gegn KR þegar þú varst yngri og hefur því aldrei kunnað vel við KR. Þú vannst alltaf KR í gamladaga og vilt komast nálægt því að upplifa þá tilfinningu aftur. Þú sást „Hækkum rána“ og skilur og metur ástæðurnar fyrir stofnun Aþenu. Þú hefur fylgst með félaginu úr fjarlægð og sérð áhrif þess á menninguna í kvennakörfubolta og vilt sjá meira af því. „Ef þú styður ekki KR en ert þó andvígur því að Brynjar barnafantur fari upp í úrvalsdeild með barnungt lið þá ættir þú ekki að mæta því að þú vilt ekki styrkja Aþenu með aðgangseyri,“ sagði Brynjar í Facebook-færslunni. Gjörólíkir þjálfarar Mikil spenna ríkir fyrir leiknum meðal vesturbæinga. Karlalið KR tryggði sér á dögunum sæti á meðal þeirra bestu á ný og hefur verið kraftur í starfi félagsins í vetur. Kvennalið KR er að mestu byggt upp af uppöldum stelpum úr vesturbænum auk bandaríska leikmannsins Michaelu „Kay Kay“ Porter sem skoraði 28 stig í síðasta leik. Hún fór á kostum eins og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Perla Jóhannsdóttir sem áttu allar stjörnuleik. Michela Porter var með yfir sextíu stiga nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í fjórða leiknum á Meistaravöllum.Vísir/hulda margrét Hörður Unnsteinsson þjálfar KR-liðið og er líklega vandfundin meiri andstæða þegar þjálfarar liðanna eru bornir saman. Hörður hvetur og hvetur sínar stelpur með jákvæðni, bros og húmor að leiðarljósi. Þó stundum sjáist í bros Brynjars á hliðarlínunni, sem sló á létta strengi í viðtalinu við blaðamann og er greinilega húmoristi sjálfur, þá er það alvaran sem virðist vera í fararbroddi á leikdegi. Hörður Unnsteinsson á hliðarlínunni. Hann er líflegur eins og Brynjar Karl en yfirleitt á léttari nótum.Vísir/Hulda Margrét Þegar leikmenn KR voru komnir fram með stuðningsmönnum vesturbæjarliðsins að horfa á aðra leiki kvöldsins í sjónvarpinu voru leikmenn Aþenu á leið í Skeifuna. Fram undan var fundur með þjálfarateyminu þar sem ýmislegt var órætt eftir frammistöðu kvöldsins. Leikur Aþenu og KR hefst í Austurbergi klukkan 19:15. KR Aþena Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Saga félaganna er ólík. Aþena er nýlegt félag Brynjars Karls sem hefur vakið athygli fyrir öðruvísi þjálfunaraðferðir á undanförnum árum. KR fagnar 125 ára afmæli á árinu og þykir mörgum vesturbæingnum dapurt að kvennalið félagsins sé ekki í efstu deild. Tækifæri er til að bæta úr því í ár eins og karlaliðinu tókst á dögunum eftir fall úr deild þeirra bestu í fyrra. Aþena og KR hafa mæst fjórum sinnum í einvíginu. Liðin hafa bæði unnið heimaleiki sína en sigur KR í fjórða leik liðanna kom mörgum á óvart. Þá sérstaklega hve mikill munurinn var í leiksklok eða 27 stig. Tveir mikilvægir leikmenn KR, nöfnurnar Anna María Magnúsdóttir og Anna Margrét Hermannsdóttir, heltust úr lestinni vegna meiðsla fyrir leikinn. Það sem spilaði líklega stóran þátt í yfirburðum KR í leiknum var fjarvera lykilleikmanns Aþenu, sem þó glímdi ekki við meiðsli. Anna María Magnúsdóttir slasaðist á fæti og hefur ekki spilað í tveimur síðustu leikjunum gegn Aþenu vegna meiðslanna.Vísir/Hulda Margrét Hin bandaríska Sianni Martin hefur verið í lykilhlutverki í liði Aþenu í vetur og átt margan stórleikinn, meðal annars gegn svörtum og hvítum KR-ingum. Hún kom ekkert við sögu í tapinu á Meistaravöllum á fimmtudagskvöldið. Sat á bekknum súr á svip. Þegar iðkendur spurðu Martin eftir leik hvers vegna hún hefði ekki spilað var svarið: „Spurðu þjálfarann“. Leikir háðir áður en þeir byrja Brynjar Karl er umræddur þjálfari sem flestir almennir íþróttaáhugamenn þekkja úr heimildarmyndinni Hækkum rána. Þar sagði frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls sem vildu fá að spreyta sig gegn strákum. Frægt augnablik í myndinni var þegar stúlkurnar skiluðu verðlaunapeningum sínum fyrir sigur á Íslandsmótinu. Myndin vakti mikla athygli og skapaði töluverða umræðu. Í dag er Brynjar þjálfari Aþenu sem heldur ekki aðeins úti meistaraflokki heldur einnig yngri flokkum. Mikil stemmning hefur verið í félaginu í vetur og spenna meðal stuðningsmanna að slá KR úr leik á fimmtudagskvöldið. Sá draumur lifir fyrir leik kvöldsins. Brynjar Karl var sultuslakur eftir tapið gegn KR þegar blaðamaður ræddi við hann. Hann var þá nýbúinn að taka í spaðann á stuðningsmönnum félagsins í stúkunni og ræða stuttlega við. Blaðamaður spurði Brynjar Karl hvort hann vissi hvað hefði eiginlega gerst og hann svaraði játandi. „Þetta er bara uppsöfnuð aðlögun að spila körfubolta,“ sagði Brynjar Karl. Blaðamaður spurði hann nánar út í það. „Allir leikir eru eiginlega háðir áður en þeir byrja. The battle is won or lost before it's fought,“ sagði Brynjar. Leikurinn hefði tapast áður en hann hófst. „Það skapast ákveðnar aðstæður að liðið performar eins og það performar. Þetta er bara heldjúpur pakki, þjálfun.“ Foreldrum ofbýður Brynjar Karl er verulega líflegur þjálfari ef svo má segja. Hann lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni og beinir helst athugasemdum til eigin leikmanna, og sparar ekki stóru orðin. Dæmi eru um að foreldrar leikmanna hafi brugðist illa við skömmunum. Raunar segir Brynjar Karl leikmenn sína ekki eiga erfitt með að hlusta á skammir sínar. Það séu foreldrarnir sem séu viðkæmastir hvað það varðar. Brynjar Karl reynir því að bregðast við aðstæðum þegar leikur er hafinn, þótt hann sé að stórum leyti unninn eða tapaður að hans sögn áður en hann hefst. Brynjar Karl segist ekkert reyna að bregðast við aðstæðum. Hann bregðist við aðstæðum. Það hafi þó ekki dugað til í leiknum á fimmtudag. „Nei greinilega ekki.“ Lykilmaður í kuldanum Önnur heimildarmynd er í bígerð um ferðalag Brynjars og Aþenu. Myndatökumaður fylgir Brynjari og stelpunum eftir hvert fótmál. Sú kenning kom upp í stúkunni á fimmtudaginn að Brynjar Karl vildi mögulega tapa leiknum. Fá fimmta leikinn, á heimavelli, gegn KR og sigur í leik þar sem allt væri undir. Það væri flott móment fyrir heimildarmyndina. Brynjar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Brynjar Karl blés á þær pælingar. „Ég er bara ekkert að pæla í þessari úrslitakeppni. Það er það síðasta sem ég er að hugsa. Þetta er bara leikur í dag og svo er leikur á sunnudag. Ég er bara með lið sem er rosalega erfitt að mæta með til að vinna leiki. Við erum bara að bæta okkur í körfubolta. Þetta eru bara ungar stelpur. Það hefur gengið erfiðlega að manna liðið, það hefur verið það í gegnum tíðina. Við þurfum að substituta liðið með leikmönnum sem eru að detta inn í þennan strúktúr sem er aðeins öðruvísi. Fattarðu mig?“ spyr Brynjar Karl. Sienna Martin í baráttu við Önnu Maríu Magnúsdóttur.Vísir/Hulda Margrét En af hverju spilaði Sianna Martin ekkert í leiknum? Er hún meidd? „Nei. Nei hún er ekki meidd,“ sagði Brynjar Karl. Aðspurður hvers vegna hún spilaði ekki sagðist Brynjar þurfa heila blaðaopnu til að útskýra það. Hann vildi ekki svara því til hvort um ósætti væri að ræða þeirra á milli. „No comment,“ sagði Brynjar Karl. Hann sagðist enn fremur ekki vita hvort hún myndi spila í fimmta leik liðanna í kvöld. Slétt sama um úrslitin Samkvæmt heimildum fréttastofu gekk Sianna Martin heil til skógar fyrir leikinn. Brynjar Karl spilaði henni ekki vegna framkomu hennar. Hvort þau hafi leyst úr þeirri deilu sinni verður að koma í ljós í Austurberginu í kvöld. Spennan fyrir kvöldinu í Austurbergi er afar mikil.Vísir/Hulda Margrét Brynjar var að lokum spurður hvort honum væri alveg sama hvort fimmti leikurinn myndi vinnast eða tapast. Svarið var einfalt, já. „Við þurfum að spila betur. Verða góðar í körfubolta. Svo bara sjáum við hvað kemur upp úr kössunum. Ég er með fullt af ungum stelpum sem eru að gera þetta í fyrsta skipti. Mér finnst við ekkert vera ready að mæta hingað og ætla að vinna með fullt af opnum holum í developmenti sem karakterar og leikmenn. Það er það sem mér finnst skemmtilegast,“ segir Brynjar Karl. Ástæður til að styðja Aþenu Þótt Brynjari sé sama um úrslitin í kvöld, eða var það allavega í viðtalinu á fimmtudaginn, hefur hann hvatt fólk til að mæta á völlinn og styðja við Aþenu í baráttunni um sæti í úrvalsdeild. Hann hefur talað um félagið KR sem risaeðlu í því samhengi. Hann nefndi í Facebook-færslu á dögunum níu ástæður fyrir því að mæta og hvetja Aþenu til sigurs: Þú heillast af sögum um „underdogs“ Þú dáist að „Girl Power“ pönkinu á klúbbnum. Þú telur þig vera sannan Breiðhylting og vilt styðja lið í gamla - hverfinu til afreka. Þú ert útlendingur og fílar að flestar stúlkurnar í Aþenu hafa erlend eftirnöfn. Þú ert Íslendingur og fílar að flestar stúlkurnar í Aþenu hafa erlend eftirnöfn. Þú tapaðir alltaf gegn KR þegar þú varst yngri og hefur því aldrei kunnað vel við KR. Þú vannst alltaf KR í gamladaga og vilt komast nálægt því að upplifa þá tilfinningu aftur. Þú sást „Hækkum rána“ og skilur og metur ástæðurnar fyrir stofnun Aþenu. Þú hefur fylgst með félaginu úr fjarlægð og sérð áhrif þess á menninguna í kvennakörfubolta og vilt sjá meira af því. „Ef þú styður ekki KR en ert þó andvígur því að Brynjar barnafantur fari upp í úrvalsdeild með barnungt lið þá ættir þú ekki að mæta því að þú vilt ekki styrkja Aþenu með aðgangseyri,“ sagði Brynjar í Facebook-færslunni. Gjörólíkir þjálfarar Mikil spenna ríkir fyrir leiknum meðal vesturbæinga. Karlalið KR tryggði sér á dögunum sæti á meðal þeirra bestu á ný og hefur verið kraftur í starfi félagsins í vetur. Kvennalið KR er að mestu byggt upp af uppöldum stelpum úr vesturbænum auk bandaríska leikmannsins Michaelu „Kay Kay“ Porter sem skoraði 28 stig í síðasta leik. Hún fór á kostum eins og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Perla Jóhannsdóttir sem áttu allar stjörnuleik. Michela Porter var með yfir sextíu stiga nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í fjórða leiknum á Meistaravöllum.Vísir/hulda margrét Hörður Unnsteinsson þjálfar KR-liðið og er líklega vandfundin meiri andstæða þegar þjálfarar liðanna eru bornir saman. Hörður hvetur og hvetur sínar stelpur með jákvæðni, bros og húmor að leiðarljósi. Þó stundum sjáist í bros Brynjars á hliðarlínunni, sem sló á létta strengi í viðtalinu við blaðamann og er greinilega húmoristi sjálfur, þá er það alvaran sem virðist vera í fararbroddi á leikdegi. Hörður Unnsteinsson á hliðarlínunni. Hann er líflegur eins og Brynjar Karl en yfirleitt á léttari nótum.Vísir/Hulda Margrét Þegar leikmenn KR voru komnir fram með stuðningsmönnum vesturbæjarliðsins að horfa á aðra leiki kvöldsins í sjónvarpinu voru leikmenn Aþenu á leið í Skeifuna. Fram undan var fundur með þjálfarateyminu þar sem ýmislegt var órætt eftir frammistöðu kvöldsins. Leikur Aþenu og KR hefst í Austurbergi klukkan 19:15.
KR Aþena Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira