Luka og félagar jöfnuðu: „Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2024 13:00 Luka Doncic og Amir Coffey berjast um boltann í leik Los Angels Clippers og Dallas Mavericks. getty/Keith Birmingham Varnarleikurinn var í aðalhlutverki þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 93-96, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er 1-1. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira