Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Jón Ísak Ragnarsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 24. apríl 2024 18:26 Kristrún Frostadóttir hélt fund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Vísir/Magnús Hlynur Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum. Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum.
Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira