„Þetta einvígi er bara rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2024 22:41 Gunnar Magnússon fer ekki fram úr sér þrátt fyrir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann þriggja marka sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Mosfellinga, var eðlilega ánægður með sína menn. „Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira
„Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira