Ten Hag segir sitt lið þróttmikið og eitt af þeim skemmtilegri í deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 07:00 Ten Hag og Kobbie Mainoo í leik gærdagsins. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Burnley á heimavelli sínum Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í gær, laugardag. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, fór ekki beint í frasabókina eftir leik en viðtal hans hefur þó vakið talsverða athygli. „Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira