Góð manneskja í djobbið Halldór Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 11:30 Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar