„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:45 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Vilhelm Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. „Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira
„Við unnum þennan leik og gerðum mjög vel. Við vorum skynsamar sóknarlega og náðum í sterk fráköst og mér fannst varnarleikurinn betri en í síðasta leik. Það var ekki jafn oft sem við gerðum mistök. Þó við gerðum slatta af þeim. Mér fannst við spila mjög vel í dag og þetta var með því betra sem við höfum gert,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigurinn. Líkt og í síðasta leik var Stjarnan yfir í hálfleik en að þessu sinni vann liðið leikinn ólíkt síðasta leik þar sem Keflavík rúllaði yfir Stjörnuna í síðari hálfleik. „Það voru augnablik þar sem við vorum að byrja að missa þær fram úr okkur og þá fannst mér vera annar neisti í augunum á þeim. Þær hafa sennilega lært eitthvað en kannski bara spiluðum við betur og þær spiluðu ekki jafn vel og þær gerðu í síðasta leik.“ Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og Arnar var mjög ánægður með hvernig hans lið spilaði seinustu mínúturnar. „Það var ekkert annað í boði en að reyna. Við höfum reynt ansi oft á móti þessu liði og við erum búnar að tapa sex eða sjö leikjum á móti þeim með yfir 20 stigum frá því ég tók við. Loksins náðum við þessu og við höfum verið tvisvar yfir í hálfleik. Loksins hafðist það að taka einn og það er mikil gleði yfir því.“ En hvað segir Arnar við liðið sitt svo þær séu ekki ánægðar með að vinna bara einn leik í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá til að komast í úrslitin. „Við erum bara að reyna að bæta okkur. Við vitum alveg við hverjar við erum að keppa. Stelpurnar eru ungar en þær eru ekki það vitlausar að vita ekki að Keflavík er langbesta liðið á landinu.“ „Ég dáist af því fyrir hvað Keflavík stendur. Þær eiga ekki bara fimm landsliðskonur hérna heldur eiga þær líka stelpur í háskóla og landsliðskonu í Njarðvík. Þetta sem Keflavík er að gera kvenna megin á að vera fyrirmynd fyrir öll félög á Íslandi. Mér finnst geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira