Stutt í næsta gos komi til gosloka Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. maí 2024 22:01 Magnús Tumi Erlendsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira