„Ég sakna hennar á hverjum degi“ Aron Guðmundsson skrifar 4. maí 2024 08:01 Systkinin á góðri stundu. Arnór Þór hér lengst til vinstri og Tinna Björg, sem lést á síðasta ári, hægra megin í miðjunni. Aðsend mynd. Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Bergischer, segir tímann sem liðið hefur frá andláti eldri systur hans, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur, hafa verið mjög erfiðan. Hann hugsar á hverjum degi til systur sinnar. Tekur á móti krefjandi dögum en einnig gleðidögum. Á þeim dögum standi það sterkt hversu góða manneskju Tinna Björg hafði að geyma. Tinna Björg, sem lést í september á síðasta ári, var eldri systir Arnórs Þórs. Stórt skarð var höggvið í líf fjölskyldunnar með hennar andláti og við hafa tekið krefjandi tímar þar sem að fjölskyldan hefur þurft að fóta sig í nýjum veruleika. „Þetta hefur verið mjög erfitt,“ segir Arnór Þór um tímann sem hefur liðið frá andláti Tinnu Bjargar. „Mikill rússíbani. Það er erfitt að lýsa þessum tíma. Tíma sem snertir okkur öll í fjölskyldunni. Það koma dagar sem eru rosalega erfiðir. Ég verð að viðurkenna það. Ég sakna hennar á hverjum degi. Dagarnir eru misjafnir. Það koma virkilega vondir og erfiðir daga. En maður upplifir líka mikla gleðidaga inn á milli og þá hugsar maður oft um hana. Hvernig hún var. Hvaða manneskju hún hafði að geyma. Maður hefur frábæra konu og börn sér við hlið hérna úti í Þýskalandi og náttúrulega fjölskyldu heima á Íslandi sem tekur utan um mann þegar að dagarnir eru eins og þeir eru stundum. Það er maður virkilega þakklátur fyrir.“ Handboltinn og starfið hjá Bergischer hafi virkað sem gott haldreipi í gegnum þennan erfiða tíma. Þar hefur Arnór haft í nógu að snúast. Hann lagði skóna á hilluna fyrir yfirstandandi tímabil og tók að sér þjálfarastöðu hjá Bergischer, félaginu sem hann hafði verið á mála hjá síðan árið 2012. Arnór Þór nýtur góðs stuðnings fjölskyldu sinnar úti í ÞýskalandiAðsend mynd „Það er gott að geta farið og hugsað eingöngu um handbolta. Það er það sem hefur hjálpað manni mikið í gegnum þennan tíma. Að geta mætt á æfingu og farið í leiki. Í vetur hef ég svo fengið tækifæri til þess að þjálfa yngri flokka samhliða störfum mínum með aðalliðinu. Þar fyllist maður innblæstri af kraftinum og ástríðunni hjá þessum ungu krökkum sem vilja það svo mikið að ná langt í íþróttinni. Maður sér það í augunum á þeim. Það gefur manni þann innblástur að vilja gera sitt allra besta í að hjálpa þeim í því að verða betri. Það hefur hjálpað mér gríðarlega í vetur.“ En þó sé mikilvægt að minna sig á það að lífið er miklu meira en bara handbolti. „Fjölskyldan er náttúrulega alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Handboltinn kemur þarna einhvers staðar á eftir í einhverju sæti. Handboltinn er ekki allt. Maður lenti kannski í því oft sem leikmaður, og það er ábyggilega upplifun annarra líka, að gleyma því svolítið. Maður vildi svo mikið komast eins langt og mögulegt var sem leikmaður og gleymdi því stundum á sama tíma hvernig lífið virkar.“ Tengdar fréttir Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27. apríl 2024 09:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Tinna Björg, sem lést í september á síðasta ári, var eldri systir Arnórs Þórs. Stórt skarð var höggvið í líf fjölskyldunnar með hennar andláti og við hafa tekið krefjandi tímar þar sem að fjölskyldan hefur þurft að fóta sig í nýjum veruleika. „Þetta hefur verið mjög erfitt,“ segir Arnór Þór um tímann sem hefur liðið frá andláti Tinnu Bjargar. „Mikill rússíbani. Það er erfitt að lýsa þessum tíma. Tíma sem snertir okkur öll í fjölskyldunni. Það koma dagar sem eru rosalega erfiðir. Ég verð að viðurkenna það. Ég sakna hennar á hverjum degi. Dagarnir eru misjafnir. Það koma virkilega vondir og erfiðir daga. En maður upplifir líka mikla gleðidaga inn á milli og þá hugsar maður oft um hana. Hvernig hún var. Hvaða manneskju hún hafði að geyma. Maður hefur frábæra konu og börn sér við hlið hérna úti í Þýskalandi og náttúrulega fjölskyldu heima á Íslandi sem tekur utan um mann þegar að dagarnir eru eins og þeir eru stundum. Það er maður virkilega þakklátur fyrir.“ Handboltinn og starfið hjá Bergischer hafi virkað sem gott haldreipi í gegnum þennan erfiða tíma. Þar hefur Arnór haft í nógu að snúast. Hann lagði skóna á hilluna fyrir yfirstandandi tímabil og tók að sér þjálfarastöðu hjá Bergischer, félaginu sem hann hafði verið á mála hjá síðan árið 2012. Arnór Þór nýtur góðs stuðnings fjölskyldu sinnar úti í ÞýskalandiAðsend mynd „Það er gott að geta farið og hugsað eingöngu um handbolta. Það er það sem hefur hjálpað manni mikið í gegnum þennan tíma. Að geta mætt á æfingu og farið í leiki. Í vetur hef ég svo fengið tækifæri til þess að þjálfa yngri flokka samhliða störfum mínum með aðalliðinu. Þar fyllist maður innblæstri af kraftinum og ástríðunni hjá þessum ungu krökkum sem vilja það svo mikið að ná langt í íþróttinni. Maður sér það í augunum á þeim. Það gefur manni þann innblástur að vilja gera sitt allra besta í að hjálpa þeim í því að verða betri. Það hefur hjálpað mér gríðarlega í vetur.“ En þó sé mikilvægt að minna sig á það að lífið er miklu meira en bara handbolti. „Fjölskyldan er náttúrulega alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Handboltinn kemur þarna einhvers staðar á eftir í einhverju sæti. Handboltinn er ekki allt. Maður lenti kannski í því oft sem leikmaður, og það er ábyggilega upplifun annarra líka, að gleyma því svolítið. Maður vildi svo mikið komast eins langt og mögulegt var sem leikmaður og gleymdi því stundum á sama tíma hvernig lífið virkar.“
Tengdar fréttir Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27. apríl 2024 09:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27. apríl 2024 09:01