NBA meistararnir réðu ekki við hinn magnaða Anthony Edwards Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 08:31 Anthony Edwards var frábær í sigri Minnesota Timberwolves í nótt alveg eins og hann hefur verið í síðustu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. Getty/Matthew Stockman Minnesota Timberwolves er komið í 1-0 á móti ríkjandi NBA meisturum Denver Nuggets eftir sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira