Nú vandast valið Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 5. maí 2024 18:31 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun