Að tilheyra - Fjölmenningarþing Reykjavíkur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2024 19:01 Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Fjölmenning Borgarstjórn Íslensk tunga Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Sjá meira
Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun