Beinagrindur og ástarsorg á Bessastöðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:14 Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, stendur hér við leifar grafhýsisins. Þar liggja tvær beinagrindur sem líklega eru af mæðgum; stiftamtsmannsfrú og dóttur hennar. vísir/Einar Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg. Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu. Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu.
Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira