„Þetta var bara sturlað“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 21:46 Jóhann Þór hafði ástæðu til að glotta í kvöld (þó svo að myndin hafi reyndar verið tekin í síðasta leik) Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mættur í viðtal til Andra Más Eggertssonar eftir stórsigur á Keflavík í kvöld, 96-71. Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira