Kári tekur ábyrgð á stuðningi Víðis og Þórólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 16:42 „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama,“ segir Kári um að hann hafi lýsti yfir stuðningi við Katrínu. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda af eigin frumkvæði. Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira